Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 56
54
Guðmundur Már Hansson Beck
viðeigandi ef hér væri sett inn þjóðarheitið Norðmaður, *Arnbjörn
Norðmaður og norskir menn með honum. Slíkt þætti varla góður stíll
og er auðsætt að hér er um starfsheiti Ambjamar að ræða. Á vorum
dögum myndum við kalla hann Ambjöm skipstjóra, útgerðarmann
eða skipakóng.
Sér í flokki austmanna er sægarpurinn Eyvindur austmaður Bjamar-
son sem var frá Gautlandi en hann er nefndur á sjö stöðum í
Landnámu og einu sinni í Islendingabók. Hann var hálfbróðir Þrándar
mjögsiglanda er nam land í Þrándarholti í Gnúpverjahreppi, faðir
Helga magra landnámsmanns í Kristnesi í Eyjafirði, Snæbjamar land-
námsmanns í Vatnsfírði, tengdafaðir Þorsteins rauðs (sonar Auðar í
Hvammi), tengdafaðir Úlfs hins skjálga, landnámsmanns á Reykja-
nesi við Breiðafjörð og tengdafaðir Þórðar Víkingssonar, landnáms-
manns að Alviðru í Dýrafirði. Það er tekið fram í Landnámu að Bjöm
Hrólfsson, faðir Eyvindar, átti ekki arfsrétt í Noregi þar sem hann var
„útlendr“. Bjöm hafði verið í vesturvíking á summm en síðan tekur
Eyvindur við herskipum föður síns:
(18)a. Eyvindr fór þá í vestrvíking ok hafði útgerðir fyrir írlandi.
Hann fékk RafQrtu, dóttur Kjarvals írakonungs, ok staðfestisk
þar; því var hann kallaðr Eyvindr austmaðr (ÍF 1:248; Sturlu-
bók)
b. Eyvindr var því kallaðr austmaðr, at hann kom austan af
Svíaríki vestr um haf (ÍF 1:249; Hauksbók)
Af þessu má sjá að viðumefnið austmaður merkir ekki ‘Norðmaður’
heldur er það líklega starfsheiti víkingsins Eyvindar Bjamarsonar.
Landnámuritaramir Sturla Þórðarson (1214-84) og Haukur Er-
lendsson (d. 1334) virðast ekki alveg sammála um merkingu orðsins.
Það er vart hægt að lesa annað út úr texta Sturlu, sem ólst upp á
þjóðveldistímanum, en að Eyvindur hafi fengið viðumefni sitt vegna
starfa síns sem víkingur. Tæplega hafa írar nefnt hann austmann að
uppmna á danska tungu þegar hann hafði staðfest þar og varla hefur
tengdasonur konungsins stundað sjórán við írland heldur fremur
kaupskap eða landvamir. Skipsfélagar hans gátu gefið honum
auknefnið austmaður ef það var starfsheiti hans en síður fyrir uppmna