Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Síða 60
58
Guðmundur Már Hansson Beck
sonar, sem hann hefur fengið um eða fyrir miðja 9. öld, eina dæmið
sem gæti borið með sér frummerkinguna ‘maður að austan’. Hins
vegar verður þó ekki fram hjá því litið að hér úti á íslandi komst
nafngiftin á sögubækur og varla hefur það stytt lífdaga hennar að
hingað komu flestir farmenn úr austri.
4. Niðurstöður
Frummerking orðsins austmaður er eðli málsins samkvæmt ‘maður að
austan’. Hversu gömul hún er skal ekkert fullyrt um en sjálfsagt eldri
en ritaðar heimildir og runnin ffá þeim sem mæltu á danska tungu, þ.e.
þeim sömu og gáfu Norðmönnum, Suðurmönnum og Vestmönnum sitt
upprunaheiti. Böndin berast þá ótvírætt að þeim sem bjuggu við
Austursjó (Eystrasalt) og tóku á móti víkingunum sem komu úr
Austurvegi. Hugsanlega er hún varðveitt í viðumefni hins gauska
víkings Eyvindar Bjamarsonar sem hafði útgerðir fyrir írlandi á 9. öld.
Grágás, hið foma lagasafh þjóðveldisins, geymir erfðaákvæði sem
lýsir stöðu austmannsins sem aðila að mötuneyti á skipi, þ.e. ‘farmanns’
og ‘skipveija’, og er hæpið að véfengja svo skýra lýsingu. Ákvæði um
elgsveiði í gömlum norskum lögum geta fallið að sömu merkingu.
Orðið austmaður í íslenskum fomsögum er ávallt notað um
víkinga, skipverja, farmenn og kaupmenn eða þá sem sigla um
norðurhöf. Elsta dæmið, sem varðveitt er í bundnu máli, má telja
sennilegt að sé úr vísu Þorbjöms homklofa, hins norska hirðskálds
Haraldar hárfagra þar sem hann kallar konung sinn allvald aust-
manna. Það má telja rökleysu að fólk sem býr vestur við strönd úthafs
kalli sig austmenn. Samkvæmt „danskri tungu“ hétu þeir Norðmenn
sem er rökrétt heiti samkvæmt ríkjandi málvenjum. Hin einhliða og
almenna notkun orðsins um víkinga, skipveija og þá sem hafa starfa
sinn af siglingum bendir eindregið til starfsheitis.
Sögumar telja marga landnámsmenn komna ffá Noregi og því harla
ólíklegt að svo margir, sem raun ber vitni, fengju viðumefhið
austmaður ef það væri þjóðarheiti. Aðeins örfáir menn í sögunum fá
viðumefni sitt af þjóðemi sínu (sænski, mœrski, Suðureyingur,
Grœnlendingur) og er líklegt að þeir hafí fengið það ffekar fyrir afbrigði