Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 61
„Nú mun ekflytja austmenn mína til skips í dag ... “ 59
frá hinu venjulega, auk þess er Þorbjöm Grænlendingur nefndur
austmaður í Sturlungu og ekki er algengt að menn beri tvö þjóðarheiti.
Víxlnotkun orða eins og víkingur, stýrimaður og austmaður um sömu
menn í eldri sögum og orða eins og kaupmaður, farmaður, skipari og
austmaður í yngri heimildum benda fremur á starfsheiti.
Austmaður er oft notað með eignarfomafni í sögunum, austmaður
minn, austmenn sínir og austmaður hans, en það er ekki samkvæmt
íslenskri málvenju ef um þjóðarheiti væri að ræða. Enginn er heldur í
fomum bókum sagður austmaður að ætt eða kyni, heldur t.d.
þrœnskur, sænskur, suðureyskur, víkverskur, mœrskur eða norrœnn.
Sagan af uppmna Eyvindar austmanns í Landnámu gefur nokkuð
ótvírætt til kynna að austmaður merkir ekki ‘Norðmaður’ en
sagnaritarar laust fyrir og eftir 1300 gefa í skyn að hann hafi fengið
viðumefnið vegna þess að hann kom til írlands austan frá Gautlandi.
Snorri Sturluson notar aldrei orðið austmaður í konungasögum sínum
um Norðmenn heima í Noregi.
Hér verður því að lokum haldið fram að orðið austmaður merki í
elstu textum íslenskum ‘víkingur’, ‘stýrimaður’, ‘farmaður’ og
‘skipverji’. Notkun þess verður síðar bundin þeim mönnum sem
héldu uppi siglingum og verslun milli íslands og nágrannalandanna og
merkir þá með nokkuð traustri vissu, ‘skipveiji’, ‘farmaður’ og
‘kaupmaður’. Aukamerking á tímabilinu 1220-1350 var ‘norskur
kaupmaður’ (á íslandi og Grænlandi) og frummerking vafalítið
‘maður að austan’ og virðist hún eldri en landnám norrænna manna
á íslandi.
HEIMILDIR
Det Arnamagnœanske Handskrift 81a Fol. (Skálholtsbókyngsta). 1910. Fyrsta hefti.
Den Norske Historiske Kildeskrifitkommission, Kristiania.
työrgynjar kálfskinn = Registrum prœdiorum et redituum ad ecclesias dioecesis
Bergensis saeculo P. C. XIV.‘° ... 1843. Útg. P. A. Munch. Christianiæ.
Cleasby, Richard og Gudbrand Vigfusson [= Guðbrandur Vigfusson]. 1874. An
Icelandic-English Dictionary. [Önnur útgáfa með viðauka eftir William A.
Craigie 1957.] Oxford.
Codex Frisianus - en samling af norske konge-sager. 1871. [Útg. C.R. Unger.]
Christiania.