Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Side 69
Ég er, ég vill og ég fær 67
meiri útbreiðslu en breytingin í 3. persónu, (hann/hún) vill —» vil,
sbr. (3).5
Breytingamar virðast ekki ýkja gamlar í íslensku.6 Eitt dæmi um 1.
persónu myndina vill kemur íyrir í Reykjahólabók, Sth. perg. fol. nr.
3, ífá um 1530^10 (69vbl8; útg. Loth 1969-70, 1:289.28), en það
stendur stakt andspænis 89 dæmum um 1. persónu myndina vil sam-
kvæmt rannsókn Halldórs Ármanns Sigurðssonar (1980:25, 27). Hall-
dór rannsakaði einnig endingar sagna í bréfabókum Brynjólfs biskups
Sveinssonar írá sautjándu öld og ferðasögu Áma Magnússonar frá
Geitastekk, sem rituð var undir lok átjándu aldar, en þar sjást engin
merki þessara breytinga. Jón Helgason (1929:88-89) og Bandle
(1956:427) geta breytinganna ekki í umíjöllun um málið á Nýja testa-
menti Odds Gottskálkssonar 1540 og Guðbrandsbiblíu 1584. í mál-
ffæði Jóns Magnússonar (útg. 1997:164-65), sem lokið hefur verið
1738, em aðeins neíhdar 1. persónu myndin vil og 3. persónu myndin
vill. Engin dæmi er að fínna um breytingamar í ritmálssafhi Orðabók-
ar Háskólans og þeirra er heldur ekki getið í íslensk-enskri orðabók
Cleasbys og Guðbrands Vigfussonar (1874), orðabókum Jóns Þor-
kelssonar (1876-99; sbr. Jón Þorkelsson 1895:69-74) eða íslensk-
danskri orðabók Sigfúsar Blöndals (1920-24). Páll Þorkelsson
(1902:133) nefnir þær ekki í beygingarreglum sínum, ekki Valtýr
Guðmundsson (1922:154, 166) í málffæði sinni og ekki verður séð að
Bjöm Guðfmnsson (1937) minnist á þær í kennslubók sinni. Líklega
má þá álykta sem svo að breytingamar hafi að minnsta kosti ekki náð
5 Munurinn er æði mikill: beðin að leita að „hann vil“ eða „hún vil“ skilaði leit-
arvélin Google um það bil þúsund „íslenskum síðum" (1.070) en ríflega helmingur
þeirra reyndist þó vera á færeysku. Á sama hátt leitaði Google að „ég vill“ og fann þá
um 17.500 íslenskar síður og reyndust þær langflestar vera íslenskar.
6 Gömul dæmi um breytinguna í 3. persónu er aftur á móti að finna í fomnorsku.
3. persónu myndin vil í stað vill kemur fyrir þegar í elstu norsku handritunum (Holts-
ntark 1955:724-26; sjá einnig Jón Þorkelsson 1895:69-70) og bregður stundum
einnig fyrir í íslenskum handritum jafnframt öðrum norskum áhrifúm (sjá til dæmis
Jámsíðu á Staðarhólsbók, AM 334 fol., frá um 1271-81, útg. Haraldur Bemharðsson,
Magnús Lyngdal Magnússon og Már Jónsson 2005). Óvíst er hvort 3. persónu mynd-
in vil var hluti af íslensku máli á þessum tíma en hún virðist hafa horfíð um leið og
meginþungi norskra áhrifa hvarf úr íslenskum handritum undir lok ijórtándu aldar.