Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Blaðsíða 70
68
Haraldur Bernharðsson
neinni umtalsverðri útbreiðslu á síðari hluta nítjándu aldar og fyrri
hluta þeirrar tuttugustu. Aftur á móti er getið um talsháttinn ég vill í
málvöndunarkverinu Gœtum tungunnar 1984:18 (nr. 85) og hjá Áma
Böðvarssyni 1992:147 og hann á báðum stöðum talinn „rangt“ mál.7
2.2 Hvert er eðli breytinganna?
I íslensku nútímamáli eru því í gangi tvær breytingar á beygingu sagn-
arinnar vilja í eintölu í framsöguhætti nútíðar. Annars vegar getur 1.
persóna fengið sama form og 3. persóna (vill), sbr. (1), og er það meg-
inbreytingin en jafhíramt verður vart tilhneigingar í gagnstæða átt þar
sem 3. persóna fær sama form og 1. persóna (vi/), sbr. (3), en sú breyt-
ing virðist miklu fátíðari. Þessar breytingar kalla á skýringar.8
Styrkur beygingarmynda er mismunandi, ef svo má segja, og við
beygingarbreytingar er algengt að „sterkari“ myndimar hafi áhrif á
þær „veikari“. Mörkun (e. markedness) er einn mælikvarði á styrk
beygingarmynda: ef ein beygingarmynd er sögð ómörkuð (e. un-
7 Stakdæmi má finna um 1. persónu myndina vill á prenti að minnsta kosti um
miðbik tuttugustu aldar. í þriðju útgáíu skáldsögunnar Brynjólfur Sveinsson biskup
eftir Torfhildi Þorsteinsdóttur Holm (1949:67; leturbr. hér) segir: „Fyrst ég ekki fékk
það, sem ég vill [l.p.et.], vil ég ekki það, sem þú vilt gefa mér.“ Torfhildur (f. 1845,
d. 1918) var látin þegar þessi útgáfa kom út en í fyrri útgáfum stendur „vildi“
(1882:82; 1912:80) í stað „vill“. 1. persónu myndin vill kemur einnig einu sinni fyrir
(andspænis fjölda dæma um vil) í Brekkukotsannál Halldórs Kiljans Laxness
(1957:295), í fyrstu útgáíu og fjölmörgum endurprentunum og endurútgáfum. í skóla-
útgáfu Brekkukotsannáls (1973:302) hefur vill þó verið breytt í vil en stafsetningu
Halldórs er annars haldið óbreyttri. Líklegt er að þessi stakdæmi séu ekki annað en
prentvillur. Aftur á móti er 1. persónu myndin vill tvisvar notuð, ugglaust vísvitandi,
í máli bams í islenskri þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur á bama- og unglingasögunni
Sumar á Flambards eftir K.M. Peyton (1985:54, 55).
8 Einhver merkingarmunur virðist vera á ég vil og ég vill í máli sumra. Stefán
Karlsson (munnlega) hefur sagt ffá þvi að hann hafi í kringum 1950 unnið með manni
sem jafnan sagði ég vill; sá mun hafa verið Eyfírðingur, fæddur um 1930. Þegar fund-
ið var að þessum talshætti svaraði maðurinn því til að sér fyndist eðlilegt að konur
segðu ég vil en karlar ég vill. Sverrir Páll Erlendsson (2001) segir að nemendur (á
ffamhaldsskólastigi) skýri muninn á ég vil og ég vill oft með því að þeim þyki ég vil
veikt og kurteislegt en vilji menn vera ákveðnir eða beinlínis heimta eða krefjast ein-
hvers sé eðlilegra að nota ég vill. Eins og Sverrir Páll bendir á getur það þá einnig þótt
kurteislegra að segja hann vil en hann vill.