Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Side 73
Ég er, ég vill og ég fær
71
3. Skýringaraðferð
3.1 Beygingarjlokkar og andstœðumynstur
í beygingarlýsingum íyrir nútímamál er sögnum oft skipt í þijá meg-
inflokka, veikar sagnir, sterkar sagnir og núþálegar sagnir (blandaðar
sagnir), og þessir meginflokkar deilast svo aftur í nokkra undirflokka
(sjá þó aðra nálgun hjá Gunnari Þorsteini Halldórssyni 2002). Skipt-
ingin í undirflokka er nokkuð misjöfh eftir handbókum og til að
mynda fara þeir Valtýr Guðmundsson (1922) og Bruno Kress (1982)
ekki eins að við þá skiptingu. í (7-9) er gefið yfirlit yfir sagnflokkana
sem byggt er á flokkun Kress (1982:116-37); sjá einnig lýsingu hjá
Guðrúnu Kvaran 2005.
(7) Veikar sagnir: fjórir flokkar
a. 1. flokkur: krejja, kref, krafði, krafinn
b. 2. flokkur: heyra, heyri, heyrði, heyrður
c. 3. flokkur: þora, þori, þorði, þorað
d. 4. flokkur: kalla, kalla, kallaði, kallaður
(8) Sterkar sagnir: sjö flokkar eftir hljóðskiptamynstri
gripa, bjóða, sleppa, nema, gefa, grafa,falla
(9) Núþálegar sagnir: tíu sagnir
mega, eiga, vita, kunna, unna, muna, þurfa, vilja, munu, skulu
Sögnin vilja er oftast talin með núþálegum sögnum í lýsingum á nú-
tímamáli (sjá Helga Bemódusson 1978) en þó sker hún sig þar nokk-
uð úr (enda er hún af öðmm uppruna). Til að mynda er gerð stofhsins
í eintölubeygingu vilja flóknari en hjá núþálegum sögnum, eins og til
dæmis skulu.
(10) a. b.
1. pers. et. vil [ vi:l] skal-0
2. pers. et. vilt [vilt] skal-t
3. pers. et. vill [vitl] skal-0
Frá sögulegu sjónarmiði verður að gera ráð fyrir að í 3. persónu mynd-
inni vill sé ll [tj] orðið til við samlögun stofns og beygingarendingar