Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Side 74
72
Haraldur Bernharðsson
(vil-l úr eldra vil-r) en hætt er við að sú greining sé ekki lengur lifandi
í málkennd nútímans. Frá samtímalegu sjónarmiði er því líklega eðli-
legra að líta svo á að í 3. persónu bætist núllending (-0) við stofninn
vill-, þ.e. [vitl]. í 1. persónu er aftur á móti annar stofn, vil-, sem ein-
nig fær endinguna -0. Ekki blasir við hvor þessara tveggja stoína
liggur til grundvallar í 2. persónu þar sem endingin -t bætist við. Það
gæti verið vil- eins og í 1. persónu en einnig er hugsanlegt að það sé
stofninn vill- eins og í 3. persónu, enda birtist [tl] í enda stofns jafnan
sem [J] á undan endingunni -t, sbr. lo. kk. holl-ur, kvk. hoIl-0, hk.
holl-t. Allt er þetta miklu flóknara en í eintölubeygingu skulu þar sem
mörk stofns og endinganna -0 og -t eru skýr frá samtímalegu sjónar-
miði.
Ekki virðist ósennilegt að rót þeirra breytinga sem nú sjást í ein-
tölubeygingu sagnarinnar vilja sé einmitt að finna í þessum flóknu
stofnvíxlum, að böm á máltökuskeiði leitist við að einfalda eintölu-
beygingu vilja með því að fækka stofhmyndum og þar með ólíkum
beygingarmyndum: báðar breytingamar hafa það í för með sér að í
stað þriggja ólíkra beygingarmynda (1. pers. vil, 2. pers. vilt, 3. pers.
vill) kemur eintölubeyging með tveimur ólíkum myndum (2. pers. vilt
andspænis annaðhvort 1./3. pers. vill eða 1./3. pers. vil). Forvitnilegt
gæti þó verið að rannsaka þessar breytingar í samhengi við eintölu-
beygingu sagna almennt í stað þess að einblína á beygingu núþálegra
sagna.
Hér verður farin sú leið að horfa fram hjá eiginlegum beygingar-
flokkum og huga þess í stað að andstæðum eða andstæðumynstri í
beygingu sagnanna án tillits til forms beygingarendinga (sjá sömu að-
ferð hjá til dæmis Halldóri Ármanni Sigurðssyni 1981). Þá er átt við
að til dæmis sagnimar krejja og heyra beygist eftir sama mynstri í ein-
tölu í ffamsöguhætti nútíðar: í báðum tilvikum stendur mynd 1. pers-
ónu, kref-0, heyr-i, ein andspænis samhljóða myndum 2. persónu,
kref-ur, heyr-ir, og 3. persónu, kref-ur, heyr-ir. Þama er því fylgt sama
mynstri, enda þótt formleg einkenni beygingarinnar (þ.e. beygingar-
endingamar, -0 og -i andspænis -ur og -ir) séu ekki hin sömu, sbr.
(lla-b). Þessu má lýsa eins og sýnt er í (llc) og til hagræðis má
skammstafa lýsinguna eins og sýnt er í (11 d).