Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 75
73
Ég er, ég vill og ég fær
(1 l)a. (ég) kref-0, (þú) kref-ur, (hann/hún/það) kref-ur
b. (ég) heyr-i, (þú) heyr-ir, (hann/hún/það) heyr-ir
c. 1. persóna * 2. persóna = 3. persóna
d. 1*2 = 3
Með þessari aðferð er þó ekki gefið í skyn að einu megi gilda hver
endingin er á meðan mynstrið er hið sama og reyndar er það kannski
ekki augljóst frá sjónarhóli málnotenda að sögn með þremur ólíkum
eintöluendingum (til dæmis 1 vil-0, 2 vil-t, 3 vill-0) fylgi sama
mynstri og önnur sögn með einhveijum öðrum þremur endingum (til
dæmis 1 flý-0, 2 flý-rð, 3 flý-r). Nefnt var hér að framan að 3. pers-
óna eintölu væri jafhan talin ómörkuð og það væri sú mynd sem böm
á máltökuskeiði tileinkuðu sér fyrst; bömin nota þá gjama mynd 3.
persónu einnig í 1. og 2. persónu. Ekki er ólíklegt að andstæðumynstur
af því tagi sem hér em til umræðu hafi mikla þýðingu á máltökuskeiði
þegar bömin taka að tileinka sér hinar mörkuðu (e. marked) myndir
1- og 2. persónu og meginspumingin er þessi: Hvenær fá 1. og 2. pers-
óna beygingarmyndir sem víkja frá 3. persónu og hvenær ekki?
3.2 Miseðlileg mynstur?
Eins og getið var hafa umræddar breytingar á eintölubeygingu sagn-
arinnar vilja í för með sér einföldun: í stað þriggja ólíkra beygingar-
mynda (1 vil, 2 vilt, 3 vill) kemur eintölubeyging með tveimur ólíkum
myndum (2. pers. vilt andspænis annaðhvort 1./3. pers. vill eða 1./3.
pers. vil). Spyrja má hvemig skynsamlegast sé að lýsa slíkri einfold-
un. Einfoldun af þessu tagi þýðir væntanlega að færri beygingarþætti
þarf en áður til aðgreiningar ólíkra beygingarmynda í eintölunni (sjá
nánar um beygingarþætti hjá Eiríki Rögnvaldssyni 1990). Ekki verð-
ur þó séð að almennrar tilhneigingar gæti til að steypa saman beyging-
armyndum í eintölubeygingu sagna og mætti því ætla að sum mynst-
ur séu á einhvem hátt lífvænlegri eða eðlilegri en önnur og standi því
traustum fótum í beygingarkerfinu.
Innan náttúrlegrar beygingarfræði (e. natural morphology, þ.
natiirliche Morphologié) eins og hún birtist í verkum Wurzels (sjá til
dæmis Wurzel 1989) er reynt að bregða mælistiku á kerflslegan eðli-