Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 77
75
Ég er, ég vill og ég fær
I næsta kafla verður gefið yfirlit um helstu mynstur í eintölubeyg-
ingu íslenskra sagna í germynd í þeirri von að unnt verði að benda á
grunnmynstur eintölubeygingarinnar eftir kenningu Wurzels sem
aftur gerði það mögulegt að meta kerfislegan eðlileika ólíkra mynstra.
Það gæti varpað einhverju ljósi á breytingamar sem nú eiga sér stað í
beygingu sagnarinnar vilja og hugsanlega spáð einhveiju um áfram-
haldandi þróun.
4. Andstæðumynstur í eintölubeygingu sagna í germynd
4.1 Inngangur
I þessum kafla verður lýst helstu mynstrum í eintölubeygingu ís-
lenskra sagna í germynd. Fyrst verður fjallað um eintölu framsögu-
háttar i nútímamáli en síðan verður hugað að helstu breytingum á
þeirri beygingu frá fomíslensku. Þá verður til samanburðar bmgðið
upp mynd af þróuninni í framsöguhætti þátíðar og í viðtengingarhætti
nútíðar og þátíðar.
4.2 Eintala framsöguháttar nútíðar: nútímamál
Ef beyging eintölu ffamsöguháttar nútíðar í germynd er skoðuð með
þeim hætti sem lýst var hér að framan má sjá nokkur mynstur, eins og
sýnt er í (12-15). Hér verður áfram stuðst við undirflokka Kress
(1982) en jafnframt höfð hliðsjón af greinargóðri lýsingu Valtýs Guð-
mundssonar (1922:155-66) á beygingarendingum sagna.
Það mynstur sem ætla má að sé algengast er lýst í (12) og það
kallað mynstur A: þar stendur 1. persóna ein andspænis samhljóða
myndum 2. og 3. persónu; mynstrinu má því lýsa sem 1 * 2 = 3.
Þessu mynstri fylgja veikar sagnir af 1. flokki þar sem rótin endar á
öðru samhljóði en r (12a), svo sem eins og krejja, leggja, hrynja,
dvelja, fremja, venja, gleðja, glepja, hrekja, etja og fjölmargar aðr-
ar, með endinguna -0 í 1. persónu og -ur í 2. og 3. persónu. Sama
mynstri — en með öðrum formlegum merkjum þó — fylgja veikar
sagnir af 2. og 3. flokki með 1. persónu endinguna -i og endinguna
-ir í 2. og 3. persónu (12b-c) og 4. flokki með -0 í 1. persónu og -r