Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 78
76
Haraldur Bernharðsson
í 2. og 3. persónu (12d).u Enn fremur fylgja þessu mynstri sterkar
sagnir þar sem rót eða stofn endar á samhljóði öðru en (stuttu) r, s, n
eða (stafnum) x (12e) og fá endinguna -0 í 1. persónu og -ur í 2. og
3. persónu.
(12) Mynstur A: 1 * 2 = 3
a. Veikar sagnir af 1. flokki sem enda á samhljóði öðru en r
kref-0 * kref-ur = kref-ur (krefja)
b. Veikar sagnir af 2. flokki
heyr-i * heyr-ir = heyr-ir (heyra')
c. Veikar sagnir af 3. flokki
þor-i * þor-ir = þor-ir (þora)
d. Veikar sagnir af 4. flokki
kalla-0 * kalla-r = kalla-r (kallá)
e. Sterkar sagnir sem enda á samhljóði öðru en r, s, n eða (stafn-
um) x
gríp-0 * gríp-ur = gríp-ur (grípa)
Mynstrið 1*2 = 3 verður því að teljast mjög algengt í beygingu sagna
í eintölu framsöguháttar nútíðar: það er allsráðandi í þremur flokkum
veikra sagna (2., 3. og 4. flokki) og í miklum meirihluta veikra sagna
af 1. flokki og stærstum hluta sterkra sagna.
I beygingu nokkurra sagna eru 1. og 3. persóna samhljóða and-
spænis 2. persónu sem hefur sérstaka mynd, þ.e. 1=3*2, eins og
sýnt er í (13) og nefnt mynstur B. Meðal þeirra eru bæði veikar og
sterkar sagnir með rót sem endar á stuttu r og hafa núllendingu (-0)
í 1. og 3. persónu en -ð í 2. persónu. Veikar sagnir af 1. flokki með
þessa beygingu (13a) eru til að mynda berja, merja, verja, smyrja og
spyrja og meðal sterkra sagna eftir þessu mynstri (13b) eru bera,
skera, fara og sverja. Nokkrar sterkar sagnir sem enda á s hafa
II Valtýr Guðmundsson (1922:155-56) lítur reyndar á -a í 1. persónu eintölu
veikra sagna af 4. flokki sem beygingarendingu (1. pers. kall-a) en þar sem a birtist
til að mynda í boðhætti 2.p.et. kalla (þú)! (sem jafnan er endingarlaus, sbr. kref! heyr!)
er eðlilegra að gera ráð fyrir að það sé hluti stofnsins (1. pers. kalla-0), sbr. Eirík
Rögnvaldsson 1990:107 og Höskuld Þráinsson 1995:238. Þetta breytir þó engu um
beygingarmynstrið í eintölu framsöguháttar nútíðar; það er eftir sem áður 1 * 2 = 3.