Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Síða 79
77
Ég er, ég vill og ég fær
einnig núllendingu (-0) í 1. og 3. persónu en fá endinguna -t í 2. pers-
ónu (13c); meðal þeirra eru rísa, frjósa, gjósa, kjósa, lesa, blása og
ausa. Núþálegar sagnir fylgja nær allar þessu mynstri (13d): þær fá
núllendingu í 1. og 3. persónu en í 2. persónu ýmist -t (kunna, unna,
þurfa, munu, skulu), -tt (mega, eiga) eða -st (muna og einnig vita með
brottfalli t úr rót). Sögnin vilja, sem ofitast er talin til núþálegra sagna
í nútímamáli, sker sig þó úr eins og fram hefur komið og verður vikið
að henni á efitir. Loks fylgir sögnin vera þessu mynstri en hún er á
ýmsa lund óvenjuleg í flokki sterkra sagna og er því sýnd sérstaklega
í(13e).
(13) Mynstur B: 1 = 3 * 2
a. Veikar sagnir af 1. flokki sem enda á stuttu r
ber-0 = ber-0 * ber-ð (berja)
b. Sterkar sagnir sem enda á stuttu r
ber-0 = ber-0 * ber-ð (bera)
c. Sterkar sagnir sem enda á s
kýs-0 = kýs-0 * kýs-t (kjósa)
d. Núþálegar sagnir
þarf-0 = þarf-0 * þarf-t (þurfa)
e. vera
er-0 = er-0 * er-t
Sagnimar sem fýlgja mynstrinu 1 = 3 * 2 í eintölu framsöguháttar nú-
tíðar em ekki fjarska margar að tölu en sumar þeirra em býsna algeng-
ar og á það einkum við um flestar núþálegu sagnanna.
I beygingu sumra sagna hefur hver persóna sín sérstöku formlegu
einkenni í eintölu ffamsöguháttar nútíðar, þ.e. engar tvær myndir em
eins og mynstrinu má því lýsa sem 1 * 2 * 3, eins og gert er í (14) þar
sem það er nefnt mynstur C. Þessu mynstri fylgja veikar sagnir, eink-
um af 1. flokki en einnig nokkrar af 3. flokki, þar sem rótin endar á
sérhljóði (14a), eins og til dæmis flýja, knýja, rýja og spýja af 1. flokki
°g flá, Ijá, ná og þvo af 3. flokki, og sterkar sagnir sem enda á sér-
hljóði (14b) en á meðal þeirra em sjá, deyja, hlæja, slá,fá, búa, spýja,
gróa, róa, núa og snúa. Allar fá þessar sagnir núllendingu í 1. pers-
ónu, -rð í 2. persónu og -r í 3. persónu. Þennan flokk fyllir líka sögn-