Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Qupperneq 83
81
Ég er, ég vill og ég fær
uð margar sagnir sem í fomíslensku beygðust eftir mynstri A hafa þó
tekið upp beygingu annarra mynstra í tímans rás, eins og hér verður
rakið á eftir.
A tímabili kvað mjög að því að 1. persóna eintölu í framsöguhætti
nútíðar fengi mynd 3. persónu, einkum í sögninni hafa. Þetta einkenni
er mest áberandi á fjórtándu öld og fyrsta fjórðungi fimmtándu aldar,
er sjaldséð í bókum eftir 1425 en lifði lengur í bréfum uns það hvarf
um miðja sextándu öld (Kjartan G. Ottósson 1992:172-79; sbr. Kjart-
an Ottosson 2003a: 134). Þetta einkenni fylgir ýmsum norskum ein-
kennum í ritmáli en ekki er einhugur um að hve miklu leyti það varð
hluti af íslensku máli. Stefán Karlsson (1978:98/2000:186) hefur bent
á að líklegt sé að það hafí að einhverju marki orðið hluti af íslensku
máli úr því að þess verður vart í svo miklum mæli eftir að meginþungi
norskra áhrifa hvarf úr íslensku ritmáli í kringum aldamótin 1400.
Kjartan G. Ottósson (1992:172-79) hefur afitur á móti bent á að þetta
einkenni haldist í hendur við norsk menningaráhrif á íslandi og því sé
líklegt að það sé ekki annað en ritmálstíska af norskum uppruna er
aldrei varð hluti af venjulegu íslensku máli.
Núþálegar sagnir (13d) fylgdu mynstri B, 1 = 3 * 2, í fomu máli
eins og í nútímamáli en aðrar sagnir í (13) gerðu það ekki: veikar og
sterkar sagnir sem enda á stuttu r (13a-b) og sterkar sagnir sem enda
á s (13c) fylgdu allar mynstri A, 1 * 2 = 3, í fomíslensku og sögnin
vera (13e) fylgdi mynstri C, 1 * 2 * 3.
Veikar og sterkar sagnir sem enda á stuttu r, eins og berja og bera
(13a-b), og hafa í nútímamáli endinguna -0 í 1. persónu, -ð í 2. pers-
ónu og -0 í 3. persónu (hér eftir skammstafað 1 -0, 2 -ð, 3 -0) höfðu
í fomu máli endingamar 1 -0, 2 -r, 3 -r og fylgdu því mynstri A, 1 *
2 = 3, eins og sýnt er í (16a). Sterkar sagnir sem enda á -s, eins og
kjósa (13c), og hafa í nútímamáli endingamar 1 -0, 2 -t, 3 -0, höfðu
í fomu máli endingamar 1 -0, 2 -s, 3 -s, eins og sýnt er í (17a), og
fýlgdu því einnig mynstri A. Þessu sama mynstri fylgdu líka sterkar
sagnir sem enda á n, eins og skína (15b). í nútímamáli beygjast þær
eftir mynstri D, 1 = 2 = 3, með endingamar 1 -0, 2 -0, 3 -0, en í
fomu máli höfðu sagnir af þessari gerð endingamar 1 -0, 2 -n, 3 -n og
beygðust því efitir mynstri A, eins og sýnt er í (18a).