Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 84
82
Haraldur Bernharðsson
(16) a. b. c.
1 ber-0 ber-0 ber-0
2 ber-r > ber-0 -» ber-ð
3 ber-r > ber-0 ber-0
(17) a. b. c.
1 kýs-0 kýs-0 kýs-0
2 kýs-s > kýs-0 —» kýs-t
3 kýs-s > kýs-0 kýs-0
(18) a. b.
1 skín-0 skín-0
2 skín-n > skín-0
3 skín-n > skín-0
Breyting varð á beygingu sagna á borð við berja og bera í (16a), kjósa
í (17a) og skína í (18a) þegar rr, ss og nn í bakstöðu tóku að styttast í
r, s og n\ sú stytting hefur einkum átt sér stað á fjórtándu og fimmt-
ándu öld (Bjöm K. Þórólfsson 1925:xxx-xxxii; Stefán Karlsson
1989:16/2000:31). Eftir styttingu rr, ss og nn hafa sagnir af þessari
gerð allar fylgt mynstri D, 1 = 2 = 3, eins og sýnt er í (16b), (17b) og
(18b). Á átjándu öld taka sagnir sem enda á r (berja, bera) að fá end-
inguna -ð í 2. persónu og sagnir sem enda á s (kjósa) fá endinguna -t;
þessar tannhljóðsendingar eiga rætur sínar að rekja til eftirskeytts for-
nafns 2. persónu eintölu, þú (Oresnik 1980). Þar með höfðu sagnir af
þessari gerð fengið beygingu eftir mynstri B, 1 = 3 * 2, eins og sýnt
er í (16c-17c). Sterkar sagnir sem enda á n (skína) hafa almennt ekki
fengið þessa tannhljóðsendingu og fylgja því enn mynstri D.
Eintölubeyging framsöguháttar nútíðar sagnarinnar vera fylgir í
nútímamáli mynstri B, 1 er-0, 2 er-t, 3 er-0, eins og sýnt var í (13e).
í elstu íslensku vom samsvarandi myndir 1 e-m, 2 es-t og síðar er-t, 3
es-0 og síðar er-0 (Noreen 1923:359 [§532.3]) og því hefúr sögnin
fylgt mynstri C, 1 * 2 * 3, í fomu máli. 1. persónu myndin em er ein-
höfð í elstu íslensku handritunum firá síðari hluta tólftu aldar og fyrsta
fjórðungi þeirrar þrettándu sem Larsson (1891) orðtók; þeirra á meðal