Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Síða 85
83
Ég er, ég vill og ég fær
er Islenska hómilíubókin, Sth. perg. 4to nr. 15, ffá um 1200, sbr. einnig
de Leeuw van Weenen 1993:170-71 og 2004:172. 1. persónu mynd-
in em er líka einhöfð í AM 291 4to ífá um 1275-1300 (Larsson
1956:88) og Uppsalabók Snorra-Eddu, DG 11 frá um 1300-1325
(Grape o.fl. 1977:281). Á fyrri hluta fjórtándu aldar byrjar 1. persónu
niyndin em að víkja fyrir er (Bjöm K. Þórólfsson 1925:58). í Möðm-
vallabók, AM 132 fol., frá um 1330-70, em að tali Andreu de Leeuw
van Weenen (2000:246^17, 251-52, sbr. van Arkel 1984 og 1987) 29
dæmi um 1. persónu myndina er en em er þó aðalmyndin og kemur
fyrir 97 sinnum. í Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar 1540 er 1.
persónu myndin em líklega algengari en er, að mati Jóns Helgasonar
(1929:89), í Nýja testamentinu í Guðbrandsbiblíu 1584 er em líka
algengari en er en í öðmm hlutum Guðbrandsbiblíu er myndin er ríkj-
andi (Bandle 1956:425-26), sbr. einnig rannsókn Atla Steins Guð-
mundssonar (2000). Við þessa breytingu, sem sýnd er í (19), féll
beygingin inn í mynstur B.
a. b.
e-m —» er-0
es-t, er-t er-t
es-0, er-0 er-0
Engin þeirra sagna sem í nútímamáli beygjast eftir mynstri C beygð-
ist með þeim hætti í fomu máli. Veikar sagnir af 1. flokki sem enda á
sérhljóði (flýja), sbr. (14a), og sterkar sagnir sem enda á sérhljóði (fá),
sbr. (14b), höfðu allar endingamar 1 -0, 2 -r, 3 -r í fomu máli og til-
heyrðu því mynstri A, 1 * 2 = 3. Á átjándu öld tóku sagnir af þessari
gerð að bæta -ð við endingu 2. persónu en tannhljóðið er, eins og í
(16c) að ofan, mnnið ffá eftirskeyttu fomafni 2. persónu eintölu, þú.
Eftir þessa breytingu, sem sýnd er í (20a-b) og (20c-d), var beyging-
m orðin 1 * 2 * 3 sem hér hefur verið nefnt mynstur C.
(20) a. b. c. d.
1 flý-0 flý-0 fæ-0 fæ-0
2 flý-r -» flý-rð fæ-r -* fæ-rð
3 flý-r flý-r fæ-r fæ-r