Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 86
84
Haraldur Bernharðsson
Hin viðurkennda eintölubeyging sagnarinnar vilja í framsöguhætti
nútíðar fylgir mynstri C í nútímamáli, eins og áður var getið (14c):
1 vil-0, 2 vil-t, 3 vill-0 (úr eldra vil-l). I fomu máli beygðist sögnin
aftur á móti eftir mynstri A, 1 * 2 = 3, eins og sýnt er í (21a). Þegar á
íyrri hluta þrettándu aldar fór mynd 2. persónu að bæta við sig tann-
hljóði, -t, sem ugglaust er mnnið frá eftirskeyttu fomafni 2. persónu
eintölu, þú, eins og aðrar tannhljóðsendingar 2. persónu sem hér hafa
verið ræddar.13 Þar með hafði beygingin fengið mynstur C, 1 * 2 * 3,
eins og sýnt er í (21b).
(21) a. b.
1 vil-0 vil-0
2 vil-1 vil-t
3 vil-1 vil-1
í fomíslensku hafa því verið fjögur mynstur í eintölubeygingu sagna í
framsöguhætti nútiðar, eins og í nútímamáli. Dreifing þessara mynstra
hefur þó verið önnur en í nútímamáli: mynstur A hefur verið lang-
algengast, enda heyrðu undir það fjölmargar sagnir sem í nútímamáli
fylgja mynstri B og C. Mynstur B hefur aðeins verið að finna hjá
núþálegum sögnum, mynstur C aðeins í nútíð sagnarirmar vera og
13 í elsta hluta GKS 1812 4to frá um 1192 eru tvö dæmi um 2. persónu myndina
vill en ekkert um vilt (Larsson 1891:365). í íslensku hómilíubókinni, Sth. perg. 4to nr.
15, frá um 1200, eru átta dæmi um 2. persónu myndina vill en vilt kemur þar ekki fyr-
ir (de Leeuw van Weenen 1993:171, 2004:178). í AM 645 A 4to frá um 1220 eru
sautján dæmi um 2. persónu myndina vill, eitt um vil og eitt um vilt, að tali Larssons
(1891:366), og virðist það elsta þekkta dæmið um 2. persónu myndina vilt í íslensku.
Dæmi um vilt má einnig fínna til dæmis á Morkinskinnu, GKS 1009 fol., frá um 1275
(útg. Finnur Jónsson 1932): „villt“ (356.5), „villt“ (371.29). Enn fremur í Alexanders
sögu á AM 519 a 4to frá um 1280 (útg. Finnur Jónsson 1935): „villt" (143.10). Þeg-
ar kemur fram á fjórtándu öld fjölgar dæmum um 2. persónu myndina vilt. í Möðru-
vallabók, AM 132 fol., frá um 1330-70, eru að tali Andreu de Leeuw van Weenen
(2000:246) 65 dæmi um vill, 28 um vilt og 75 um viltu. í Guðbrandsbiblíu 1584 hef-
ur vilt algjörlega sigrað og vill kemur þar ekki fyrir (Bandle 1956:427).
í fomnorsku hefúr 2. persónu myndin vilt náð verulegri útbreiðslu fyrr en í fom-
íslensku; vilt er til að mynda einhöfð 2. persónu mynd í Norsku hómilíubókinni, AM
619 4to, frá um 1200-1225 (Holtsmark 1955:724-26); sjá einnig Jón Þorkelsson
1895:69-70.