Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 89
87
Ég er, ég vill og ég fær
I framsöguhætti þátíðar og viðtengingarhætti bæði nútíðar og þátíðar
í nútímamáli er mynstur B, 1 = 3 * 2, því algerlega einrátt.
4.5 Niðurstaða
begar skoðuð eru andstæðumynstur í eintölubeygingu sagna í ger-
mynd í íslensku nútímamáli kemur glögglega í ljós að tvö mynstur eru
langalgengust: mynstur A, 1 * 2 = 3, og mynstur B, 1 = 3 * 2. Yfirlit
er gefíð í (30).
(30) Andstæðumynstur í eintölubeygingu sagna í germynd: yfirlit
a. Framsöguháttur nútíðar: mynstur A langalgengast en næst því
koma mynstur B og C og lestina rekur mynstur D.
b. Framsöguháttur þátíðar: mynstur B einrátt.
c. Viðtengingarháttur nútíðar: mynstur B einrátt.
d. Viðtengingarháttur þátíðar: mynstur B einrátt.
í næsta kafla verður hugað að því hver þessara mynstra myndu teljast
eðlilegust samkvæmt hugmyndum Wurzels (1989) sem lýst var að fram-
an.
5. Grunnmynstur og kerfissamræmi
Ljóst er af yfirlitinu um eintölubeygingu sagna í germynd að tvö mynst-
ur, A, 1 * 2 = 3, og B, 1 = 3 * 2, eru þar langalgengust og geta því talist
einkennandi fyrir eintölubeygingu íslenskra sagna í germynd. Miðað við
hugmyndir Wurzels (1989) um kerfislegan eðlileika verða bæði mynst-
ur A og B að teljast grunnmynstur eintölubeygingar germyndarsagna í
íslensku; þau em þá eðlilegustu mynstrin í eintölubeygingunni. Wurzel
gerir að vísu aðeins ráð fyrir að eitt mynstur geti verið grunnmynstur en
ekki verður betur séð en í eintölubeygingu íslenskra sagna í germynd sé
flóknari mynd þar sem tvö mynstur mynda grunngerð kerfísins.14
14 Varasamt virðist að ætla að aðeins annað mynstrið, A eða B, sé grunnmynstur
kerfisins því að þá yrði að gera ráð fyrir að annaðhvort allar nýjar sagnir taki upp
mynstur sem ekki samræmist kerfinu (ef mynstur A væri ekki grunnmynstur) eða að
undanfamar aldir hefði beygingarþróun mjög eflt mynstur sem ekki samræmist kerf-
inu (ef mynstur B væri ekki grunnmynstur). Því virðist eðlilegast að ætla að bæði
mynstur A og B séu gmnnmynstur þessa hluta beygingarkerfisins.