Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Qupperneq 90
88
Haraldur Bernharðsson
Ef sú greining á við rök að styðjast að mynstur A, 1 * 2 = 3, og B,
1=3*2, séu grunnmynstur eintölubeygingar sagna í germynd í ís-
lensku mætti búast við því að breytingar sem orðið hafa á eintölubeyg-
ingunni fælust í því að sagnir flyttust úr mynstrum C, 1 * 3 * 2, og D,
1=2 = 3, sem ekki eru í samræmi við grunnmynstur kerfisins, yfír í
mynstur A og B. Þess væri með öðrum orðum að vænta að þær breyt-
ingar sem skilyrtar eru af beygingarkerfínu sjálfu stuðluðu að auknu
kerfissamræmi (en afitur á móti gætu hljóðbreytingar valdið breyting-
um í gagnstæða átt, enda skilyrtar af hljóðkerfínu en ekki beygingar-
kerfinu).
Þróunin í framsöguhætti þátíðar veikra sagna og viðtengingarhætti
nútíðar og þátíðar, sem lýst var í (26-28), er vissulega í þessa átt: þar
víkur mynstur C í öllum tilvikum fyrir mynstri B, eins og Halldór
Ármann Sigurðsson (1981:67) hefiir vakið athygli á. Frá því var greint
að í framsöguhætti nútíðar hefðu sagnir eins og berja og bera (16),
kjósa (17) og skína (18) flust úr mynstri A í mynstur D við þá hljóð-
þróun þegar rr, ss og nn styttust í bakstöðu en síðar hafi þær (ef til vill
þó ekki skína) flust áfram yfir í mynstur B þegar 2. persóna fékk tann-
hljóðsendingu. Hljóðbreytingin olli þá því að mynstur A vék fyrir
mynstri D, sem leiðir til lakara kerfissamræmis, en með viðbót tann-
hljóðsendingarinnar vék mynstur D fyrir mynstri B og kerfissamræmi
í beygingu þessara sagna var þar með endurheimt.
í fomíslensku beygðist nútíð sagnarinnar vera efitir mynstri C, 1
e-m, 2 es-t og síðar er-t, 3 es-0 og síðar er-0, sbr. (24), en þegar á
fyrri hluta fjórtándu aldar tók hún að falla inn í mynstur B, 1 = 3 * 2,
og varð 1 er-0, 2 er-t, 3 er-0, sbr. (19). Við breytinguna em -* er í
1. persónu fékkst kerfissamræmi í eintölubeygingu framsöguháttar
nútíðar af þessari sögn.
Þær breytingar sem í nútímamáli eiga sér stað á nútíðarbeygingu
sagnarinnar vilja virðast sprottnar af sömu rót (sbr. einnig Halldór Ár-
mann Sigurðsson 1981:68): þær miða að auknu kerfissamræmi. Eins
og áður hefur verið lýst fylgdi sögnin vilja mynstri A, 1 * 2 = 3, í elstu
íslensku en þegar á fyrri hluta þrettándu aldar fékk 2. persóna tann-
hljóðsendingu og efitir það var mynstrið orðið 1 * 2 * 3, sbr. (21), sem
hér hefur verið nefnt mynstur C. Samkvæmt þeirri greiningu sem hér