Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Qupperneq 91
89
Ég er, ég vill og ég fær
er stungið upp á er mynstur C ekki í samræmi við grunnmynstur kerf-
isins og því kemur eðlilega upp tilhneiging til að ná kerfissamræmi.
Kerfissamræmi í nútíðarbeygingu sagnarinnar vilja mátti ná með
tvennum hætti, eins og hér verður lýst.
A það var drepið hér að framan að böm á máltökuskeiði tileinka
sér gjama mynd 3. persónu eintölu á undan öðmm sagnmyndum; í
bamamáli hefur 1. persóna því oft sama form og 3. persóna. Kerfis-
samræmi í nútíðarbeygingu sagnarinnar vilja næst með því að leyfa 1.
persónu að halda formi 3. persónu, þ.e. vill-0, eftir að máltökuskeiði
lýkur. Þar með fellur beyging sagnarinnar inn í mynstur B, 1 = 3 / 2,
eins og sýnt er í (31), sbr. (1) í upphafí.
(31) a. b.
1 vil-0 vill-0
2 vil-t vil-t
3 vill-0 vill-0
Áður en máltöku lýkur taka bömin aftur á móti upp sérstaka 1. pers-
ónu mynd hinna sagnanna sem sýndar vom í (5) að framan, þ.e. (ég)
getur, dettur,finnur, kemur, verður víkur fyrir (ég) get, dett,finn, kem,
verð, enda myndu þessar sagnir ella halda mynstri D, 1 =2 = 3, sem
ekki er í samræmi við grunnmynstur eintölubeygingarinnar. Þess
vegna em 1. persónu myndimar (ég) getur, dettur, finnur, kemur,
verður sjaldheyrðar eftir að máltökuskeiði lýkur.
Hins vegar verður í nútímamáli einnig vart tilhneigingar til að 3.
persóna fái sama form og 1. persóna, þ.e. vil-0, eins og sýnt er í (32),
sbr. (3) hér að framan. Þannig fellur beyging sagnarinnar einnig inn í
mynstur B, 1 = 3 * 2, og kerfíssamræmi næst:15
15 Leitarvélar finna líka nokkuð af dæmum um bæði „þú vill“ og „þú vil“ (og
ekki eru öll fyrmefndu dæmin úr fomum textum). Ekki er vitað hverjar myndir 1. og
3. persónu em í máli þeirra sem rita „þú vill“ eða „þú vil“ en ef þær em óbreyttar (þ.e.
1 vil og 3 vill) er annars vegar komið upp mynstur A, 1 vil, 2 vill, 3 vill, og hins veg-
ar mynstur sem ekki á sér neina hliðstæðu: 1 vil, 2 vil, 3 vill. Það er athyglisvert að
mynstrið 1=2*3 skuli ekki nýtt í eintölubeygingunni en sú staðreynd kemur vel
heim og saman við þá greiningu að 1. og 2. persóna séu markaðar andspænis 3. pers-
ónunni og hafí engan sameiginlegan beygingarþátt sem greini þær frá 3. persónunni
(sjá Eirík Rögnvaldsson 1990:60).