Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 93
91
Ég er, ég vill og ég fær
I íslensku nútímamáli íylgja, auk vilja, tvær gerðir sagna mynstri
C. Þetta eru veikar sagnir af 1. flokki sem enda á sérhljóði og sterkar
sagnir sem enda á sérhljóði, eins og sýnt var í (14) sem hér er endur-
tekið sem (33).
(33) Mynstur C: 1 * 2 ^ 3
a. Veikar sagnir, einkum af 1. flokki, sem enda á sérhljóði
flý-Qj *flý-rð *flý-r (flýja)
b. Sterkar sagnir sem enda á sérhljóði
fœ-0 * fœ-rð * fœ-r (fá)
c. vilja
vil-0 * vil-t * vill-0
Ef sú greining á við rök að styðjast að mynstur C sé ekki í samræmi
við grunnmynstur eintölubeygingar íslenskra sagna í germynd má bú-
ast við að einnig komi upp tilhneiging til að leita kerfíssamræmis í
beygingu sagnanna í (33a-b) með því að fella þær inn í annaðhvort
mynstur A, 1 * 2 = 3, eða B, 1 = 3 * 2. í bamamáli em dæmi þess að
1. persóna fái mynd 3. persónu og virðist það gilda um allar sagnir,
einnig sagnimar í (33). En sú greining sem hér er stungið upp á spáir
því að þessi tilhneiging gæti lifað áfram í sögnum á borð við þær sem
lýst er í (33a-b) eftir að máltökuskeiði lýkur.
Sú spá virðist rétt því að í nútímamáli má finna vísbendingar um að
sumar af sterku sögnunum í (33b) séu teknar að beygjast eftir mynstri
B. Eftirfarandi dæmi em úr íslenskum vefskrifum; þeim var safnað
veturinn 2004-2005 með leitarvélunum AltaVista, Google og Yahoo!
og em þau birt hér stafrétt. Vísbendingar um breytingar á beygingu
em einna gleggstar hjá sögninni fá sem heyrir undir (33b). Þar finna
allar leitarvélamar fjölda dæma sem talist geta sæmilega trúverðug:
frágangur textanna gefur ekki tilefni til að ætla að þetta hljóti að vera
innsláttarvillur, enda verða að teljast fremur litlar líkur á að sama
sagnmyndin sé slegin rangt inn með nákvæmlega sama hætti í svo
persóna 15%, 2. persóna 7% og 3. persóna 78%. Til samanburðar má nefna að fyrir
hugsa eru tölumar 1. persóna 54%, 2. persóna 11% og 3. persóna 35%; þar hefur 1.
persóna því greinilega yfirburði.