Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 94
92
Haraldur Bernharðsson
mörgum textum. Sýnishom af þeim dæmum sem fundust á vefhum er
í (34).
(34)a. Ég fær [l.p.et.] ótrúlega mikið af mslpósti. Hvað er til ráða?
b. Ég fagna því, herra forseti, að hæstv. forsrh. er kominn og þá
veit ég að ég fær [l.p.et.] svör við spumingum mínum.
c. Þetta er almennilegur fískur, ef einhver veit hvar ég fær
[l.p.et.] svona, látið mig þá vita :)
d. En stjórinn veit hver er besta staðan mín [á knattspymuvellin-
um] og ég fær [l.p.et.] séns frammi fyrr en síðar.
e. Ég fær [1 .p.et.] mér alltaf popp og kók í bíó.
f. Svo ætlar mamma að baka bollur á eftir, en pabbi borðar þær
ömgglega allar í kvöld þannig að ég fær [l.p.et.] engar á
morgun:(
g. Svo em bara 2 nætur þangað til ég fær [1 .p.et.] Gunna í heim-
sókn, hvílík sæla.
h. En ég fær [l.p.et.] að vera í sveitinni minni og halda uppi alda-
gömlum hefðum eins og að búa til slátur og fleira skemmtilegt:)
i. Hreyfingin sem ég fær [l.p.et.] út úr þessu hlýtur að vera
allþokkaleg ef ég fer út að ganga með bömin hjólandi alla
daga.
j. Það fyrsta sem maður heyrði var „BUSAR!! BUSAR!! BUS-
AR!!“ mig hryllir ennþá við þessu hljóði... ég fær [l.p.et.]
martraðir, dmngalegasta rödd í heimi...
Ef eitthvað er að marka þessi dæmi em þau vísbending um beyging-
arbreytingu sem er alveg hliðstæð við breytinguna (ég) vil -* vill sem
lýst var í (31): 1. persóna fær form 3. persónu og þar með beygist
sögnin eftir mynstri B, 1 = 3 * 2, í stað mynsturs C, 1 * 2 * 3, eins og
sýnt er í (35), og kerfissamræmi næst.18
18 Leitarvélamar finna að vísu líka nokkum fjölda dæma um „ég hefur“, „ég
verður" og „ég ætlar" (og reyndar fleiri sambærilegar 1. persónu myndir) en þau em
miklu færri en dæmin um „ég fær“. Ef þar er á ferðinni tilhneiging til breytingar á
beygingu hafa, verða og œtla er sú tilhneiging í andstöðu við þá greiningu sem hér er
stungið upp á þar sem þær færast þá væntanlega úr mynstri A yfir í mynstur D.