Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Side 95
93
Ég er, ég vill og ég fær
(35) a. b.
1 fæ-0 -* fæ-r
2 fæ-rð fæ-rð
3 fæ-r fæ-r
Nokkur dæmi fundust einnig sem bent gætu til sambærilegrar þróun-
ar í beygingu sagnarinnar sjá en það er einnig sterk sögn í flokknum
(33b); þau dæmi eru þó færri en áðumefnd dæmi um fá.
Sú greining á þessum beygingarbreytingum sem hér er stungið upp
á byggist á þeirri tilgátu að í beygingarkerfmu felist innbyggð viðleitni
til að viðhalda kerfíssamræmi og að eintölubeyging sagna flytjist þess
vegna smám saman úr óeðlilegu mynstri (C, 1 * 2 * 3) í eðlilegra
mynstur (B, 1 = 3 * 2). Sú spuming hlýtur þá óhjákvæmilega að vakna
hver geti verið uppmni óeðlilegra beygingarmynstra. Hvemig stendur
á því að sagnir flytj ast yfirhöfuð úr eðlilegu mynstri í óeðlilegt? Þess
var getið hér að ffaman að hljóðbreytingar gætu raskað kerfissamræmi
í beygingarkerfínu, með öðmm orðum að hljóðbreytingar gætu valdið
breytingum sem teldust óeðlilegar frá sjónarhóli beygingarkerfísins;
óeðlileikinn væri því upprunninn utan beygingarkerfísins (e. extra-
morphological).19
Stytting rr, ss og nn í bakstöðu orða var tekin sem dæmi um hljóð-
breytingu sem hefði haft slík áhrif: eintölubeyging sagna eins og berja
og bera (16), kjósa (17) og skína (18) hefði þar með flust úr mynstri
A, 1 * 2 = 3, í mynstur D, 1 = 2 = 3. Á sama hátt verður að líta svo á
að tannhljóðsviðskeyting í 2. persónu sagna, eins og ber-ð (16), kýs-t
(17),flýr-ð,fœr-ð (20) og vil-t (21) í stað ber-0, kýs-0,flýr-0,fcer-0
og vil-l, sé að hluta til hljóðkerfislega skilyrt þar sem tannhljóðið er
upprunnið í áhengismynd (e. enclitic) 2. persónu fomafnsins þú, þ.e.
mynd fomafnsins sem ekki bar orðáherslu og myndaði því eitt hljóð-
19 Þannig má segja að hljóðbreytingar og (beygingarlega skilyrtar) áhrifsbreyt-
tngar togist á í þróun tungumálsins. Þessu er stundum lýst með því sem nefnt er þver-
sögn Sturtevants (Sturtevant’s Paradox) og mætti endursegja svo: Hljóðbreytingar
skapa óreglu sem áhrifsbreytingar leitast við að ryðja burt, enda þótt hljóðbreytingar
séu í eðli sínu reglulegar en áhrifsbreytingar aftur á móti óreglulegar (Sturtevant
1947:109).