Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Síða 96
94
Haraldur Bernharðsson
kerfisorð með undanfarandi sagnorði (sjá til dæmis umræðu hjá Krist-
jáni Ámasyni 2005:448-51 og um eðli ólíkra áhengja hjá Halpem
1998). Á gmnni sagnmynda 2. persónu með áhengi, til dæmis berðu,
kýstu, flýrðu, fœrðu og viltu, mynduðust svo hinar stýfðu 2. persónu
myndir berð, kýst,flýrð,fœrð og vilt (sjá Oresnik 1980). í sumum til-
vikum endurreistu þessar stýfðu myndir kerfissamræmi, eins og í
sögnum sem beygðust eins og bera, berja (16) og kjósa (17) sem þá
fluttust úr hinu óeðlilega mynstri D, 1 = 2 = 3, í hið eðlilega mynstur
B, 1 = 3 * 2. Aftur á móti urðu hinar stýfðu 2. persónu myndir sagna
á borð við flýja og fœra (20) og vilja (21) til þess að þær færðust all-
ar úr hinu eðlilega mynstri A, 1 * 2 = 3, í hið óeðlilega mynstur C, 1
* 2 * 3.1 slíkum tilvikum bregst beygingarkerfið við með því að leita
á ný kerfíssamræmis — og þau viðbrögð birtast í þeim breytingum á
eintölubeygingu sagnanna vilja ogfá sem hér er lýst.
6. Niðurstaða
Hér hefur verið fjallað um breytingar sem nú eiga sér stað á nútíðar-
beygingu sagnarinnar vilja, breytinguna (ég) vil -* vill í 1. persónu og
breytinguna (hann) vill -* vil í 3. persónu, eins og lýst var í 2. kafla.
Lagt var upp með tvær meginspumingar sem settar vom ffam í (6) og
hér em endurteknar í (36):
(36)a. Hvemig stendur á því að rík tilhneiging virðist vera til þess að
nota 3. persónu mynd sagnarinnar vilja í 1. persónu eftir að
máltöku lýkur þegar sömu tilhneigingar verður ekki lengur
vart hjá öðmm sögnum sem á annað borð gera formlegan
greinarmun á myndum 1. og 3. persónu?
b. Hvemig stendur á því að einnig gætir gagnstæðrar tilhneiging-
ar til að nota 1. persónu mynd sagnarinnar vilja í 3. persónu?
Færð vom að því rök að þessar breytingar séu hluti af almennri til-
hneigingu í íslensku máli til að forðast mynstrið 1 * 2 * 3 (sem hér
hefur verið nefnt mynstur C) í eintölubeygingu sagna í framsöguhætti
nútíðar í germynd. Mynstrin 1*2 = 3 (mynstur A) og 1 = 3 * 2
(mynstur B) — hvort tveggja mynstur með tvíhliða aðgreiningu —