Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 106
104
Katrin Axelsdóttir
er full af [en]sku silfri" (Egils saga Skallagrímssonar 2001:182). Þá
er að líta á hvað stendur í útgáfum:
(2)a. hvartveggi (Egils-saga 1809:765)
b. hvártveggja (Sagan af Agli Skallagrímssyni 1856:227)
c. huártueggiu (Egils saga Skallagrímssonar 1886-1888:318)
d. hvártveggja (Egils saga Skallagrímssonar 1894:291, Egils saga
Skallagrímssonar 1924:291)
e. hvártveggja (íslenzk fomrit 2 1933:296)
f. hvártveggi (Egils saga 2003:180)
Utgefendur vom Guðmundur Magnússon og Grímur Thorkelín
(1809), Jón Þorkelsson (1856), Finnur Jónsson (1886-1888, 1894,
1924), Sigurður Nordal (1933) og Bjami Einarsson (2003). Þama hafa
ýmsar hugmyndir verið uppi um hvaða mynd ætti að nota en hvergi
var hægt að fletta myndunum upp svo að vel væri.
Efnisskipan í greininni er þessi: 2. kafli er aðfarakafli þar sem m.a.
er gerð grein fyrir notkun, beygingardæmum, framsetningu, samræm-
ingu stafsetningar og hugtökum, auk þess sem reifuð em nokkur álita-
mál. í 3. kafla er sjónum einkum beint að hlutfallslegri tíðni hvor-
tveggi og hvor tveggja í elsta máli og fram til nútíma. Meginniður-
staða kaflans er sú að beyging fyrra fomafnsins virðist hafa verið
nánast einráð í öndverðu og ríkt mjög lengi, en í nútímamáli horfir
þetta öðmvísi við — beygingarmyndir hvor tveggja em nánast einhafð-
ar. í 4. kafla verða skoðaðar nokkrar breytingar, einkum þijár, sem hafa
orðið á beygingu hvortveggi og hvor tveggja í aldanna rás. Sumar
breytingamar snerta aðeins hvortveggi, aðrar snerta bæði fornöfnin. í
5. kafla er gerð grein fyrir þeirri beygingu sem Rask setti ffam í
Vejledning (1811). Loks verða helstu atriði dregin saman í 6. kafla.
2. Nokkur grundvallaratriði
Hér verður fjallað um ýmis gmndvallaratriði en kaflinn er nauðsyn-
legur undanfari þess sem á eftir kemur. í 2.1 er minnst á hvemig
fomöfnin em notuð og sýnd sú beyging sem lýst er í flestum uppfletti-
ritum. Þar er einnig sagt frá framsetningu dæma og hvemig stafsetn-