Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Síða 109
Beyging hvortveggi og hvor tveggja í tímans rás 107
stundum hafí hvortveggi beygst eins og lýsingarorð í miðstigi
(hvortveggi konan, sbr. spakari kona, o.s.frv.) en að þessu verður
vikið nánar í 4.1.
Víða í beygingardæmunum tveimur, eins og þau eru sett fram hér
að ofan, er eini munurinn á hvortveggi og hvor tveggja sá að fomafns-
myndimar em ýmist ritaðar í einu eða tveimur orðum, t.d. þolfall karl-
kyn eintölu hvorntveggja (albeygt), hvorn tveggja (hálfbeygt). Sá
munur skiptir ekki máli. Þessi rithefð, að rita hvortveggi í einu orði og
hvor tveggja í tveimur, er tiltölulega ný og ekki einu sinni viðhöfð alls
staðar, eins og vikið verður nánar að í 2.3. Hér á eftir verður haft band-
strik milli liðanna tveggja í orðmyndum sem gætu tilheyrt hvom beyg-
ingardæminu sem er, en það em þolfall, þágufall og eignarfall í karl-
kyni eintölu, nefnifall í kvenkyni eintölu og öll föllin fjögur í hvomg-
kyni eintölu. Þetta em feitletmðu myndimar í töflum 1 og 2 og hér á
eftir er talað um þessar myndir sem tvíræðar myndir.3
Rétt er að geta þess strax að hvortveggi (albeygt) og hvor tveggja
(hálfbeygt) standa ýmist hliðstætt með nafnorði (með eða án greinis),
eins og sýnt er í (5a), sérstætt, eins og sýnt er í (5b), eða þá með eignar-
fallseinkunn eins og sýnt er í (5c):
(5)a. hvorirtveggju leikar(nir), hvorir tveggja leikar(nir)
b. hvorirtveggju [Sturlungar og Haukdælir] riðu til þings, hvorir
tveggja [Danir og Svíar] em í Evrópusambandinu
c. hvortveggi konunga(nna), hvor tveggja þeirra
f tilbúnum dæmum í þessari grein em fomöfnin oft sýnd hliðstætt með
nafnorðum, eins og í (5a), því að þannig er auðveldara fýrir lesendur
að glöggva sig á dæmunum. Hin sérstæða notkun er hins vegar mun
algengari í þeim heimildum sem kannaðar vom. Ekki verður þó séð að
þessi mismunandi staða hafi skipt máli varðandi þróun fomafhanna.
Einnig er vert að nefha að þegar fomöfnin standa hliðstætt standa þau
3 Auðvitað er hugsanlegt að einhvem tíma hafí hvortveggi borið eina aðaláherslu
en hvor tveggja tvær. Þá hafa feitletruðu myndimar ekki verið tvíræðar. En um þetta
er ekkert vitað og vonlaust að komast að því; bæði fomöfnin em oftar en ekki rituð í
e'nu orði í eldri textum. Og ef þama var munur hefur hann væntanlega verið lítill og
erfitt að halda myndum aðgreindum á gmndvelli hans.