Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 110
108
Katrín Axelsdóttir
ofitast á undan nafnorðinu (hvortveggi sonurinn) en þau gátu líka stað-
ið á eftir því (sonurinn hvortveggi).4
í beygingardæmunum í töflum 1 og 2, og einnig víðast hvar hér á
efitir, er stafsetning samræmd. Helst er að nefna eftirtalin atriði:
Nf./þf.hk.et. er ávallt ritað hvort-tveggja þótt heimildir hafi þar hvort
tveggja, hvorttveggja eða hvortveggja og í stað hvárrtveggi er haft
hvortveggi. ‘e’ og ‘o’ í áhersluleysi er ritað ‘i’ og ‘u’, þannig að -tvegge
er ritað -tveggi og -tveggjo er -tveggju. ‘u’ í -tuegg- og huor- er ritað
‘v’: -tvegg-, hvor-, og ‘i’ í -tveggiu er ritað ‘j’: -tveggju. Alltaf er hafit
hvor- þótt í fomu máli hafi verið hvár- og síðar jafnvel hver- og hvör-.
Þessir rithættir endurspegla hljóðbreytingar sem em utan efnis þessar-
ar greinar. Augljósar ritvillur em lagfærðar; þannig er t.d. -tveggu
breytt í -tveggju án þess að það sé auðkennt.5
2.2 Eitt fornafn eða tvö?
Þar sem hvortveggi og hvor tveggja ber á góma virðist ofitast litið svo
á sem um tvö fomöfn sé að ræða. Stundum er samt farið með þau sem
eitt; þau em t.d. höfð undir sama flettiorði í sumum orðabókum. Sjálf-
sagt má líta svo á að þetta sé eitt fomafn sem þróast hafi á tvo vegu,
sbr. töflur 1 og 2. Þetta er einfaldlega spuming um skilgreiningu.
En þótt hægt sé að setja upp tvö mismunandi beygingardæmi er
ekki víst að allir hafi á öllum tímum skynjað þetta sem tvö fomöfin.
Þetta má t.d. bera saman við orðin sannleiki og sannleikur, áþekk orð
sem beygjast þó hvort á sinn hátt: sannleiki, sannleika, sannleika,
sannleika og sannleikur, sannleik, sannleik, sannleiks. Flestir teldu
væntanlega í fljótu bragði að feitletruðu orðin í (6) væm beygingar-
myndir eins og sama orðsins:
4 Ástæða er til að nefna að mynd nf./þf.hk.et. er stundum fyrri hluti fleyguðu
tengingarinnar hvorttveggja ... og. í þessari athugun eru slíkar myndir jaínan taldar
með fomafnsmyndum enda er stundum erfitt að greina hvort myndin hvorttveggja er
fomafh eða hluti tengingar: ég sá hvort tveggja, mjólkina og sykurinn; ég sá hvort-
tveggja mjólkina og sykurinn. Rithátturinn hér bendir til þess að í fyrra dæminu sé for-
nafn en í hinu síðara tenging. En erfitt er að reiða sig á rithátt, sérstaklega í eldri ritum,
svo að hér er litið á þetta sem eitt.
5 Reyndar er hugsanlegt að þetta sé ekki ritvilla heldur hljóðbreyting, brottfall j
á eftir gómhljóði, sbr. Seip 1955:76, en það skiptir ekki máli hér.