Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 111
Beyging hvortveggi og hvor tveggja í tímans rás 109
(6)a. Segðu mér sannleikann.
b. Sannleikurinn er sagna bestur.
Orðið í (6a) tilheyrir samt beygingu orðsins sannleiki og orðið í (6b)
beygingu orðsins sannleikur. Beygingarmyndir þessara tveggja orða
virðast oft vera í fyllidreifmgu; þolfallsmyndin sannleikinn (af sann-
leikur) heyrist líklega sjaldan eða aldrei, þolfallsmyndin sannleikann
(af sannleiki) er notuð í staðinn. Og því má velta fyrir sér hvaða orð
og hvaða beyging þetta sé þá.
Svona virðist málum þó ekki hafa verið háttað í tilviki hvortveggi
og hvor tveggja. Fomafnsmyndir eins og hvorírtveggju leikarnir (al-
beygt) og hvorír tveggja leikarnir (hálfbeygt) em báðar til og útiloka
ekki hvor aðra. Hér á eftir verður því farið að dæmi flestra og litið á
hvortveggi og hvor tveggja sem tvö fomöfn þótt sjálfsagt sé að hafa í
huga að fólk kann í einhverjum tilvikum að hafa skynjað þau sem eitt.
Hér má einnig spyrja hvort hvor tveggja sé raunverulega fomafn
og þá samsett úr tveimur orðum. Eða hvort það sé e.t.v. ekki sérstakt
fomafn heldur tvö algerlega sjálfstæð orð, fomafnið hvor og töluorð-
ið tveir í eignarfalli. Benda má á að með óákveðnum fomöfnum fom-
málsins hefur verið talið fomafnið tveggja hvor.6 7 Því má velta fyrir
sér hvort þetta var sérstakt fomafn eða einfaldlega umorðun á hvor
tveggja. Ef svo var bendir það til þess að hvor tveggja hafi ekki verið
sérstakt fomafn, heldur fomafnið hvor ásamt töluorðinu tveir.1 Hér
6 Fomafnið tveggja hvor er t.d. nefnt hjá Noreen 1923:325 og Iversen 1972:90,
en ekki hjá Heusler 1950. Það virðist hafa verið sjaldgæfit. í orðabók Fritzner (á tölvu-
tæku formi) eru aðeins þrjú dæmi, í Ólafs sögu helga, Sturlungu og Heilagra manna
sögum. Dæmanna er getið undir flettiorðinu tveir (Fritzner III 1896:732). í ritunum
sem hér hafa verið athuguð (sbr. t.d. töflu 5) fannst ekkert dæmi. Fomafnið (ef þetta
er þá sjálfstætt fomafn) virðist vera notað eins og hvortveggi og hvor tveggja.
7 Einnig má nefna að í norsku fombréfi (ffá 1369) er dæmi um að persónufor-
nafni sé stungið á milli liðanna í hvor tveggja: „af huarre þeira twæggia halfuonæ"
(sbr. http://www.dokpro.uio.no/dipl_norv/diplom_felt.html, 7. bindi, bréf nr. 279).
Þetta er afhvorri þeirra tveggja hálfunni, en þama væri að búast við afhvorri tveggja
hálfunni, sem er algengt orðalag í bréfúnum. Að vísu er þetta eina slíka dæmið af yfir
hundrað sem ég hef fúndið í norska fombréfasafninu (Diplomatarium Norvegicum)
og ekkert slíkt hef ég séð í íslenskum heimildum, svo að e.t.v. er um að ræða penna-
glöp. En ef þetta era ekki pennaglöp bendir dæmið til sjálfstæðis hvor og tveggja.