Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Blaðsíða 112
110
Katrín Axelsdóttir
verður þó litið svo á að hvor tveggja sé sérstakt fomafn í málinu, tví-
yrt fomafn. Það er samt ekki víst að svo hafi alltaf verið.
2.3 Ritháttur — eitt eða tvö orð
í töflum 1 og 2 hér að ffaman, sem og víðast hvar annars staðar í grein-
inni, er hvortveggi ritað í einu orði og hvor tveggja í tveimur. Astæð-
ur þess að svo er gert em tvær. Annars vegar er þetta í samræmi við
venju sem hefur skapast í nútímaritmáli,* * * * * * * 8 þótt því fari Ijarri að allir
íylgi þeirri venju.9 Hins vegar er þetta gert til þess að auðvelda lesend-
um að halda fomöfnunum í sundur.
Þessi leið er sennilega ekki verri en hver önnur. Ritháttur handrita
og eldra prentaðs máls gefur ótraustar vísbendingar í þessum efnum;
þar er misjafht hvort fomöfnin em rituð í einu orði eða tveimur. I
handritum getur verið erfitt eða ógerlegt að greina hvort ritað er eitt
orð eða tvö, ekki síst ef hluti fyrri liðar er bundinn ofan línu, t.d.
„hvorirtveggju". Því er ekki víst að útgáfa, þótt nákvæm sé, gefi alltaf
rétta mynd af því sem stendur í handriti.
Með þessum nýja rithætti er kannski gefið í skyn að liðir hvortveggi
séu í nánari tengslum innbyrðis en liðir hvor tveggja. Velta má fyrir sér
á hveiju þessi ritvenja gmndvallast. Síðari liðurinn -tveggi minnir dálít-
ið á viðskeyti á borð við -leiki (t.d. glæsileiki) sem er leitt af orðinu leik-
ur, og -tveggi virðist kannski leitt af eignarfallsmyndinni tveggja. Lið-
Svo er auðvitað hugsanlegt að hér sé ekki um að ræða fomafnið hvor tveggja heldur
einfaldlega fomafnið hvor og svo tveggja, sem stendur þá með þeirra. Stundum hlýt-
ur að vera vonlaust að greina þama á milli. í þessu samhengi má benda á að í Píslar-
sögu síra Jóns Magnússonar (1914:176) kemur fyrir hvorugan tveggja. Hvorugur
tveggja er ekki þekkt sem fomafn í málinu; þetta hlýtur því að vera hvorugur sem
stendur þama með tveggja. En þetta vekur þá spumingu hvenær beri að skilgreina
eitthvað sem fomafn og hvenær ekki.
8 Sbr. t.d. Halldór Halldórsson 1950:140, Bjöm Guðfmnsson 1958:56, Réttritunar-
orðabók 1989:58 og Stafsetningarorðabókina 2006:273, 707.
9 Mörður Ámason (1991:79-80) ritar t.d. albeygðar myndir í tveimur orðum:
hvor tveggi maðurinn, frá hvorri tveggju kúnni, hvor tveggju verðlaunin, og hálf-
beygðar ýmist í einu eða tveimur orðum: hvorirtveggja skórnir, hvor tveggja rökin.
Valtýr Guðmundsson (1922:115) ritar bæði fomöfnin í einu orði og í íslenskri orða-
bók 2002:684 em bæði fomöfnin rituð í tveimur orðum.