Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 113
Beyging hvortveggi og hvor tveggja í tímans rás 111
urinn -tveggi stendur hvergi einn, ekki frekar en viðskeytið -leiki. Ef til
vill var það þess vegna að eðlilegt þótti að rita hvortveggi í einu orði.
Og vísast hefur þótt eðlilegt að rita tveggja í hvor tveggja laust ífá þar
sem það stóð í öðru falli en fyrri liðurinn.10
En ekki er víst að rithátturinn gefi rétta mynd af innri byggingu for-
nafnanna. Er hvortveggi örugglega eitt orð með einni aðaláherslu? Sé
svo er hér um að ræða orð með innri beygingu, fyrri liðurinn beygist
rétt eins og sá seinni. Slíkt er sjaldgæft í íslensku.11 En kannski hafa
menn skilið þetta sem tvö orð, hvor og tveggi, og þá auðvitað beygt
þau bæði. Og er víst að hvor tveggja sé alltaf skilið sem tvö orð? Þetta
fomafn getur fengið stirðnaða fyrri liðinn hvoru- og þá er líklega eðli-
legra að túlka þetta sem eitt orð og rita það samkvæmt því: hvoru-
tveggja.
Þeim spumingum sem hér hefur verið varpað fram er erfitt að
svara, rétt eins og erfitt hefur reynst að skilgreina hvað orð er.12 Hér
verður því fylgt þeirri hefð sem skapast hefur um rithátt í nútímamáli,
að rita hvortveggi í einu orði og hvor tveggja í tveimur, án þess að í
því felist dómur um að þetta gefi alltaf rétta mynd af innri byggingu
fomafnanna. Að spumingunni um eitt orð eða tvö verður þó vikið
nokkmm sinnum hér á eftir.
3. Albeygt og hálfbeygt í elsta máli og fram til nútíma
I þessum kafla verður fyrst reifuð sú hugmynd að hvortveggi (albeygt)
sé sprottið af hvor tveggja (hálfbeygt) (3.1). Síðan verða skoðuð dæmi
úr elstu handritum, íslenskum og norskum, og rætt hvemig þau koma
heim við þessa hugmynd (3.2). í kjölfarið verður stuttlega fjallað um
dæmi úr nokkrum öðmm norskum ritum og þann mun sem kann að
10 Einhverjum kynni að detta í hug að áhersla hafi getað skipt hér máli, að hvor
tveggja hafi kannski frekar verið borið fram sem tvö orð (með tveimur aðaláherslum)
en hvortveggi þegar þessi ritvenja mótaðist. En ef þessi áherslumunur var til (sem er
hugsanlegt, sbr. nmgr. 3) er hann að minnsta kosti ekki heyranlegur nú. Og ritvenjan
er ný þannig að áhersla hefur ekki skipt hér máli.
11 Um slíka beygingu verður rætt i 4.3 hér á eftir.
12 Um ýmsar skilgreiningar á hugtakinu orð, sjá t.d. Guðrúnu Kvaran 2005:
86-91 og rit sem þar er vitnað til.