Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 114
112
Katrín Axelsdóttir
hafa verið á norsku og íslensku (3.3). Þá verður sjónum beint að hlut-
fallslegri tíðni hvors fomafns í ýmsum íslenskum ritum, allt frá elsta
tíma og fram á 19. öld (3.4). Niðurstaðan þar er sú að albeygðar mynd-
ir virðast nær einráðar í fomu máli og í miklum meirihluta langt fram
eftir öldum. Þessi niðurstaða er síðan borin saman við það sem hefur
mátt ráða af ýmsum fomritaútgáfum og orðabókum (3.5). Hugtökin
albeygt og hálfbeygt snerta annað áþekkt fomafnapar, annartveggi og
annar tveggja, og þau verða lítillega skoðuð til samanburðar (3.6). Þá
er fjallað um hlutfallslega tíðni hvortveggi og hvor tveggja í nútíma-
máli (3.7) og loks er rætt af hverju hvor tveggja varð að lokum ráð-
andi og af hveiju sú þróun tók svo langan tíma (3.8).
3.1 Tengsl hvortveggi og hvor tveggja
Um fomöfnin hvortveggi og hvor tveggja segir í orðabók Cleasby
(1874:298):
... the older declension is hvárr-tveggja, originally in two words, of
which the latter is a gen. of tveir, literally = uter duorum, whether of twain',
this form ffeq. occurs in old writers, the latter part being indecl., ...
Um hvor tveggja em síðan geftn dæmi úr ýmsum fomum ritum, s.s.
Grágás, Egils sögu og Heimskringlu, en að vísu em þau dæmi flest
tvíræð (þ.e. þau gætu verið dæmi um hvortveggi) eins og nánar verð-
ur rætt hér á eftir. Síðan segir, og þá er enn verið að ræða um íslensk
fomrit:
... tveggja afterwards took a kind of weak inflexion, viz. tveggi... tveggju
... tveggjum ... but these forms are often applied with great irregularity;
Hér er fullyrt að hvortveggi sé sprottið af hvor tveggja.13 Það er ekki
stutt neinum rökum hjá Cleasby, því að ekki verður séð að dæmin sem
nefhd em í orðabókinni um hvor tveggja séu úr eldri ritum en dæmin
um hvortveggi. Hugsanlega hefur orðabókarhöfundur einfaldlega talið
rökrétt að hvor tveggja væri eldra en hvortveggi. Hvortveggi hafí þá
orðið til þegar fyrir tíma íslenskra ritheimilda, og í gömlum ritum
megi sjá óreglu — bæði beygingardæmin notuð jöfhum höndum.
13 Sú skoðun kemur einnig fram hjá Krause 1948:88 og Heusler 1950:78.