Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 117
115
Beyging hvortveggi og hvor tveggja í tímans rás
Öll dæmin í töflu 4 gætu tilheyrt beygingu hvortveggi (albeygt) nema
tvö dæmi í nefnifalli karlkyni eintölu og eitt dæmi í þolfalli kvenkyni
eintölu. Þetta er feitletrað í töflunni. Þama eru því þrjú dæmi sem ör-
ugglega geta talist hálfbeygð, og fjögur dæmi, í nf.kk.et., geta ömgg-
lega talist albeygð. Þarna er því einhver óregla sem ekki var hægt að
greina í elstu íslensku handritunum. Hálfbeygðu dæmin em úr Norsku
hómilíubókinni (AM 619 4to) frá um 1200-1225, RAI B (Gulaþings-
lög) frá því um 1200 og RA 81 B frá því skömmu eftir 1200.
Dæmi em vissulega fá, bæði í íslenskum og norskum handritum.
En þó er hugsanlegt að greina megi einhvem mun á íslensku og
norsku á elsta skeiði.
3.3 Albeygt og hálfbeygt — samanburður norsku og íslensku
Sá munur á norsku og íslensku sem e.t.v. mátti greina í elstu handrit-
um og lýst var í 3.2 er kannski ekki tilviljun. Að þessum mun víkur
Noreen (1923:325) sem segir að hvor tveggja hafi einkum komið fyrir
í fomnorsku: „... hvár(r)tvegge und (bes. in anorw.) hvár(r)t\>eggja
...“. Vert væri að kanna rækilega hvemig fomöfnin birtast í norskum
heimildum. Það verður þó ekki gert hér, heldur látið nægja að greina
stuttlega frá dæmum um albeygðar og hálfbeygðar myndir í nokkmm
norskum ritum, einkum frá 13. og 14. öld.
Flom (1923:178-179) nefnir þrjú dæmi um albeygðar myndir í
Konungsskuggsjá en fjórtán rnn hálfbeygðar. Munurinn er reyndar
ekki svo mikill, því að meðal dæmanna fjórtán em talin dæmi sem
gætu eins tilheyrt beygingu hvortveggi, þ.e. tvíræð dæmi. Ótvíræðar
hálfbeygðar myndir í Konungsskuggsjá em þó a.m.k. sex, sem bendir
kannski til þess að hálfbeygðar myndir hafi verið orðnar algengari en
albeygðar í Noregi á ritunartímanum, en ritið er frá um 1260.
I elsta handriti Barlaams og Jósafats sögu, Holm perg 6 fol frá um
1275, em engin ótvíræð dæmi um albeygðar myndir en ótvíræðar
hálfbeygðar myndir em fimm.19
Tölvuleit í norska fombréfasafninu (Diplomatarium Norvegicum)
leiddi í ljós að í bréfum frá 13. öld em ótvíræð dæmi um albeygðar
19 Tvíræð dæmi eru ellefu. Útgáfan er Barlaams ok Josaphats saga 1981.