Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Side 121
Beyging hvortveggi og hvor tveggja í tímans rás 119
I töflu 5 sjást nokkuð hreinar línur; ótvíræðar hálfbeygðar myndir
koma sárasjaldan fyrir í ritum sömdum á 12.-15. öld, og tíðni þeirra
er afar lítil miðað við tíðni ótvíræðra albeygðra mynda. Verið getur að
meira hafi verið um hálfbeygðar myndir en þessar tölur benda til; til-
viljun hafí þá ráðið því að þær komu ekki fram í meira mæli. En hér
er þó sama eða svipuð niðurstaða í hverju ritinu á fætur öðru fram að
16. öld: ótvíræðar albeygðar myndir eru yfirleitt margar og jafnvel
mjög margar, en ótvíræðar hálfbeygðar eru fáar og stundum engar.
Astæða er til að gefa nokkum gaum hinum fáu dæmum um ótví-
ræðar hálfbeygðar myndir í ritum fram að 16. öld. Sum þeirra kunna
að orka tvímælis.
í Grágás (handrit frá s.hl. 13. aldar) er eitt ótvírætt dæmi um hálf-
beygða mynd, hvorra tveggja (ef.hk.ft.; eins og í dæminu í Ijósi hvorra
tveggja rakanna í stað í Ijósi hvorratveggju rakanna), sem verður að
teljast harla lítið á móti 67 dæmum um albeygðar myndir.28
I Heimskringlu em geysimörg dæmi um albeygðar myndir. Um
hálfbeygðar myndir em engin dæmi í meginmáli útgáfunnar sem
stuðst var við (sjá viðauka) en hins vegar em fjögur dæmi úr lesbrigð-
um við meginmálið. Þrjú þeirra em í Jöffaskinnuafritum (Jl, J2 og
Sp.) sem em ung (frá 16. og 17. öld) og Jöfraskinna var þar að auki
norskt handrit. Fjórða dæmið er úr Fríssbók. Hún er frá öndverðri 14.
öld, en talið er að hún hafi verið ætluð Norðmanni (Stefán Karlsson
2000:255).
I Sturlungu er eitt dæmi um hálfbeygða mynd. Þetta er „hvar-
tveggia“ þar sem búast mætti við hvorirtveggju (Sturlunga saga I
1906-1911:243). En ef til vill er hér ekki um fomafn að ræða heldur
atviksorð sem merkti ‘á báðum stöðum’:29
27 Myndin hvorutveggju (þgf.hk.et.), sem bregður stöku sinnum fyrir, er vanda-
söm því að ekki er ljóst hvort hún tilheyrði báðum beygingunum eða aðeins beygingu
hvortveggi. Dæmi um hana eru því ekki reiknuð inn í tölur í þessari töflu, en það kem-
ur lítt að sök því dæmin eru aðeins 20 alls. Um þessa mynd er fjallað í 4.2.
28 Síðari liður orðsins er skammstafaður, ,,.ii.a“, en nokkuð er um slíkt í Grágás.
Dæmi eru um að myndir sem enduðu á -tveggju séu skammstafaðar og þá er notað
,,.ii.°“.
29 Merkingarlega virðist fomafn reyndar eiga betur við þama. Við þetta dæmi,
sem ekki er hægt að útiloka að sé atviksorð, er lesbrigðið hvorir tveggja í tveimur