Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Side 122
120
Katrín Axelsdóttir
(8) Fara þeir nv til þings, hvartveggia, oc lauc biskup þar gerdum
upp vid rad inna bestv manna.
Dæmi um orðmyndina er í Njáls sögu, og þar er örugglega um að ræða
atviksorð (íslenzk fomrit 12 1954:230):30
(9) Þá fór Þráinn upp í Mgrk ok var þar tvær nætr. Síðan reið hann
ofan í Dal, ok var hvartveggja út leystr með sœmilegum gjgfum.
í Jámsíðu er eitt dæmi. Þar gæti verið um norsk áhrif að ræða, enda
lögbókin byggð á norskum lögum.
í riddarasögunni Adonías sögu er eitt dæmi, en handritið, AM 593
a 4to, er ffá 1450-1500.
í fomaldarsögum, handritum ífá því eftir 1500, em tvö dæmi um
hálfbeygðar myndir, annað er þó ef til vill einhvers konar afbökun;
handritin (AM 152 fol og AM 510 4to) em ffá 1500-1525 og 1550.31 í
riddarasögum, handritum eftir 1500, em tvö dæmi, bæði í AM 152 fol.
Það má því segja að í ritum sem samin em fyrir 1500 séu ótvíræð
dæmi um hálfbeygðar myndir sárafá í samanburði við ótvíræð dæmi
um albeygðar myndir, eða aðeins tólf. Sjö af þessum tólf dæmum em
í handritum sem em mun yngri, eða ffá 16. og 17. öld. Og í sex tilvik-
handritum, en þau eru frá um 1696 og fyrri hluta 18. aldar (Sturlunga saga I
1906—1911 :lx, Ordbog over det norrone prosasprog. Registre 1989:399). Þama er
tvímælalaust um að ræða fomafn, þ.e. hvor tveggja (hálfbeygt). Þama hefur skrifari
misskilið atviksorðið, eða ekki þekkt það, breytt fyrri liðnum en ekki þeim síðari.
Væntanlega hefur þá síðari liðurinn tveggja verið vanalegur í máli skrifara. Það kæmi
ekki á óvart hjá skrifara um 1700, sbr. hér á eftir um að nokkuð meira fari að bera á
hálfbeygðum myndum á 16. öld en áður, og þær virðist orðnar jafhalgengar hinum á
19. öld.
30 Þetta atviksorð er hvorki að finna hjá Fritzner né Cleasby. Það er hins vegar
sérstakt flettiorð í íslenskri orðabók (2002:674). Orðið minnir á atviksorðið hvar-
vetna. Hugsanlega er dæmið í (9) eina dæmið um þetta orð.
31 Vafadæmið er í Friðþjófs sögu í AM 510 4to frá um 1550. Þetta er myndin
hvorra tveggja (ef.kk.ft.): „mVdíng huoratueggm“. í öðmm handritum er töluvert ann-
að orðalag: „vit huortueggia“ (AM 568 4to), „vid huartueggia" (Holm perg 10 VI
4to) (Sagan ock rimorna om Friðþiófr hinn frcekni 1893:50, 76). Þar er greinilega þol-
fall hvorugkyn eintölu og hugsanlega er eignarfall karlkyn fleirtölu ekki upprunalegt
á þessum stað í sögunni. Þetta væri þá e.k. afbökun og varla tækt dæmi um hálfbeygða
mynd.