Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 123
Beyging hvortveggi og hvor tveggja í tímans rás 121
um af tólf gæti verið um að ræða norska orðmynd, norvagisma, eða þá
atviksorð. Efitir standa þá aðeins tvö dæmi (úr Grágás og Adonías sögu)
sem eru ekki tortryggileg á nokkum hátt (þ.e. hvorki um að ræða ungt
handrit, hugsanleg norsk áhrif né atviksorð). En hvort sem gert er ráð
íyrir tveimur dæmum eða tólf er þetta aðeins örlítill hluti allra ótví-
ræðra dæma. Dæmi um ótvíræðar albeygðar myndir í ritum ffiam að 16.
öld í töflu 5 em á hinn bóginn 533 og þá em ótalin lesbrigði, en les-
brigðadæmi vom einnig talin með í dæmunum tólf um hálfbeygðar
myndir. Ef litið er ffiam hjá lesbrigðadæmum í töflu 5 (fjögur alls) er
hlutur albeygðra mynda af öllum ótvíræðum myndum 98,5% ffiá elsta
tíma og ffiam að 16. öld.32 Rétt er að taka skýrt ffiam að myndin sem
hér er dregin upp er byggð á tveimur þriðju hlutum dæmasafnsins;
þriðjungur allra dæma í ritunum fram að 16. öld er tvíræður.
Um rit frá 16. öld og yngri í töflu 5 (þ.e. Reykjahólabók og yngri
rit) er fremur lítið að segja því að dæmin eru fá. Hlutfall hálfbeygðra
mynda er þó heldur meiri en aldimar á undan.
í Reykjahólabók (1500-1525 eða 1530-1540) em þrjú dæmi um
hálfbeygðar myndir, eitt þeirra er að vísu erfitt að greina,33 og í Guð-
brandsbiblíu (1584) em einnig tvö dæmi. í Vídalínspostillu og bréffiim
Gunnars Pálssonar er eitt dæmi í hvom riti. En í þessum ritum em al-
beygðar myndir ekki heldur svo ýkja margar. Hlutfall hálfbeygðra
mynda er því ívið hærra en í eldri ritum þótt ekki sé það hátt. Rit Jóns
Thoroddsen gefa vísbendingar um að á 19. öld hafi hálfbeygðar
myndir verið orðnar fleiri. Hlutfall albeygðra mynda af öllum ótví-
ræðum myndum er 83,5% í ritum sömdum á 16.-19. öld.
Tafla 5 sýnir að það var engin tilviljun að meðal ótvíræðra dæma
vom aðeins albeygðar myndir í elstu handritunum (sbr. töflu 3); al-
beygðar myndir vom einfaldlega ráðandi langt fram efitir öldum. Til
32 Þá er reiknað með 541 dæmi alls, 533 albeygðum og 8 hálfbeygðum. Ef les-
brigðadæmin fjögur úr Heimskringlu eru talin með er hlutfallið ögn lægra, eða tæp
98%.
33 Vafadæmið í Reykjahólabók (Reykjahólabók I 1969:387) er myndin hvoru-
tveggja (eða hvoru tveggja), greind hér sem eignarfall karlkyn fleirtölu og dæmið er
því talið ótvírætt dæmi um hálfbeygða mynd. En eignarfall hvorugkyn eintölu kæmi
einnig til greina. Þá væri þetta tvírætt dæmi. Dæmið er tilgreint í (16) hér á eftir.