Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 125
Beyging hvortveggi og hvor tveggja í tímans rás 123
Hvortveggi og hvor tveggja eru fremur sjaldgæf fomöfn, og því
nokkuð torvelt að kanna sögulega þróun þeirra, einkum þegar nær
dregur nútímanum. Einna helst em þau notuð (og þá í fleirtölu) þegar
verið er að lýsa athöfnum stríðandi fylkinga (hvorirtveggju riðu brott,
féllu margir af hvorumtveggjum). Mun meira er um slíka notkun í
eldri ritum í töflu 5 (og fleiri töflum), t.d. í Möðruvallabók og Sturl-
ungu, en í hinum yngri, en þar eru dæmi fá og niðurstöður því ótraust-
ari.36
3.5 Lestrarútgáfur og orðabækur
Sú mynd sem dregin var upp í 3.2 og 3.4 af hlutfallslegri tíðni al-
beygðra og hálfbeygðra mynda í fomu máli er talsvert önnur en ráða
má af lestrarútgáfum ýmissa fornra rita og orðabókum.
Finnur Jónsson hefur í dróttkvæðaútgáfu sinni með samræmdri
stafsetningu (Den norsk-islandske skjaldedigtning B) fomafnið hvor
tveggja þótt í handritum kvæðanna sé hvortveggi. Dæmi um þetta er í
10. vísu Gráfeldardrápu Glúms Geirasonar, sem talinn var uppi á 10.
öld. Þar er myndin hvorir tveggja í samræmdum texta Finns (Den
norsk-islandske skjaldedigtning B I 1912:67):
(10) Hjoggusk hvárir tveggja
heggir mækis eggja
I handritunum sem liggja til gmndvallar stendur hins vegar „hvarer
tvæggiu“ (Den norsk-islandske skjaldedigtning A I 1912:77), orð-
mynd sem ríkjandi er allt frá elsta skeiði og tíðkaðist enn á 19. öld.
Myndin sem Finnur notar í samræmda textanum virðist hins vegar
nánast óþekkt í fomu máli íslensku, ef marka má vitnisburð ótvíræðra
dæma, og verður kannski ekki algeng fyrr en á 19. öld, eins og fram
hefúr komið. Samræming á borð við þessa gefur lesendum vitanlega
ranga mynd af hlutfallslegri tíðni fomafnanna hvortveggi og hvor
tveggja; hið síðamefnda er valið og alhæft, þvert á það sem virðist
36 Dæma var leitað í ýmsum fleiri ritum en þeim sem nefnd eru í töjlu 5 án þess
að leitin bæri árangur. Þar má nefna þýðingu Jóns Ólafssonar úr Grunnavík
(1705-1779) á Nikulási Klím eftir Holberg og Ferðasögu Áma Magnússonar frá
Geitastekk (1726-1801-).