Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Side 128
126
Katrín Axelsdóttir
Sjö efstu ritin í töjlu 6 eru norsk. Eins og fram kom í 3.2 voru hálf-
beygðar myndir þekktar snemma í norsku. Þetta er í samræmi við það.
Dæmið úr Kristni sögu má e.t.v. skýra á sama hátt. Það er í Hauksbók
sem var rituð á árunum 1306-1308, að mestu af Hauki Erlendssyni
sem dvaldist lengi í Noregi.43 Dæmið í Ólafs sögu er sama dæmið og
nefnt var hér að ofan úr orðabók Cleasby, úr handritinu AM 310 4to.
Dæmið úr Gísla sögu stingur hér í stúf. Þetta er eignarfall fleirtölu,
hvorra tveggja. En hafa ber í huga að útgáfan sem orðabókin styðst
við er byggð á tiltölulega ungu handriti. Það er AM 556 a 4to, frá um
1475-1500. í umræðu um töflu 5 í 3.4 hér að ffaman kom fram að upp
úr 1500 hafi farið að vera nokkru meira um hálfbeygðar myndir en
aldimar á undan. Dæmið í AM 556 a kemur tímans vegna ekki svo illa
heim við það. Þessi staður í Gísla sögu er einnig í broti úr eldra hand-
riti, AM 445 c I 4to, rituðu um 1390-1425. Þar er orðmyndin hins
vegar hvorratveggju (Hándskriftet AM 445c, I, 4to 1956:40), albeygð
mynd eins og við er að búast á þeim tíma.
3.6 Annað áþekkt fornafnapar: Annartveggi og annar tveggja
Annað fomafnapar, áþekkt hvortveggi/hvor tveggja, er annartveggi/
annar tveggja ‘annar hvor’. Það er miklu sjaldgæfara og kemur eink-
um fyrir í lagatextum. Það var athugað í Grágás, Jámsíðu, Jónsbók og
Sturlungu. Sextíu dæmi fundust alls og ekkert þeirra er ótvírætt dæmi
um hálfbeygða mynd. Dæmi um ótvíræðar albeygðar myndir em 19.
Þama virðist því það sama vera uppi á teningnum og með hvortveggi/
hvor tveggjœ, albeygðar myndir em ríkjandi í fomu máli. í (lla) má
sjá dæmi um annartveggi (albeygt) og í (1 lb) dæmi um tvíræða mynd,
albeygða eða hálfbeygða (Grágás 1997:72, 77):
(ll)a. Ef menn seljast arfsali, þá skal annartveggi þeirra er saman
kaupa vinna eið að því ...
b. Ef annaðtveggja þeirra [þ.e hjúanna] fellur frá, og lifi
bamómagar eftir, þá eigu bömin að taka slíkan hlut af ómög-
unum sem þau eigu í fé.
43 Hauksbók 1892-1896:143. Nær samhljóða setning er í íslendingabók. Þar er
hins vegar myndin hvorirtveggju (íslendingabók Ara fróða 1956:4v, 6r).