Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 130
128
Katrín Axelsdóttir
(13)a. Því þurfum við að vinna á hvorum tveggja vígstöðvunum
[þgf.ft.]. (http://www.stofnfiskur.is/news.asp?id=l 61 &news_ID
=112&type=one)
b. I grófum dráttum greindust braggar í bretabragga og kana-
bragga, og voru hvorir tveggja [nf.kk.ft.] í kampinum hér.
(http://www.kraftaverk.is/tun/saga/saga7.htm)
Valtýr Guðmundsson (1922:115) segir að -tveggja sé vanalega
óbeygt en þó sé til hvortveggi, sem beygist sem veikt lýsingarorð.
Markmið Valtýs var að gefa trúverðuga mynd af íslensku nútíma-
máli. I íslenskri orðabók (2002) segir að oftast séu notaðar hálf-
beygðar myndir (sbr. einnig Mörð Ámason 1991:81 og Ara Pál Krist-
insson 1998:111) en hvortveggi komi fyrir í fomlegu og hátíðlegu
máli.46 Það virðist því mega telja að hvor tveggja hafi um nokkurt
skeið, eða a.m.k. frá fyrri hluta 20. aldar, verið mun algengara en
hvortveggi.
Á Morgunblaðinu hefur verið mælt með hvor tveggja við blaða-
menn þegar þeir leita ráða og það hefur einnig tíðkast við málfarsráð-
gjöf i Ríkisútvarpinu. Ástæðan er sjálfsagt sú að auðveldara er að út-
skýra beygingu hvor tveggja.41 Margir kannast við hina beyginguna
en segjast óvissir um hana og treysta sér illa til að nota hana. Það
gengur ekki heldur alltaf vel, sbr. dæmin í (14):
algengar í fomum ritum eins og nefnt var í 3.4. í nútímatextum eru slíkar lýsingar lík-
lega hlutfallslega sjaldgæfari. En annað kemur hér einnig til. Þar sem áður var aðeins
notað hvortveggi/hvor tveggja í fleirtölu er nú oft notað fomafnið báðir:
(ii)a. Fyrir það er ég þakklátur Fréttablaðinu og lesendum þess og sendi báðum mín-
ar bestu óskir þótt nú skilji leiðir. — (Fréttablaðið, 14.6. 2004)
b. Vom viðbrögð Kerrys á mánudag til marks um að í báðum herbúðum fylgjast
menn grannt með fféttum ... — (Morgnnblaðið, 27.10. 2004)
Samband hvortveggi/hvortveggja og báðir (og ekki aðeins í fleirtölu) er reyndar sér-
stakt umfjöllunarefni sem verður ekki farið nánar út í hér.
46 Lausleg leit í gagnasafni Morgunblaðsins, á http://www.mbl.is, rennir stoðum
undir þetta. En auðvitað er ekki algilt að hvortveggi sé bundið við hátíðlegt mál, sbr.
dæmið 1(15a) sem er úr smáfrétt um tónleika. I þeirri ffétt er t.d. tvívegis talað um að
miðar hafi „fokið út“, sem telst varla hátíðlegt orðalag.
47 „í vönduðum nútímatexta er sennilega algengast og affarasælast að beygja
bara fyrri liðinn, hvor tveggja um hvorn tveggja“ (Mörður Ámason 1991:81).