Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 132
130
Katrín Axelsdóttir
að líta svo á að hvor og tveggja, tvö orð með gagnsæja merkingu, ‘hvor
af tveimur’, hafí verið hið upprunalega.49 Síðar hafí komið upp beyg-
ing hvortveggi, en forsenda þess var sú að beyging hvor tveggja og
hvortveggi skaraðist að talsverðu leyti (sbr. töflur 1 og 2). Ef þróunin
var þessi sér hennar samt ekki stað með ótvíræðum hætti í gömlum ís-
lenskum heimildum og þetta hlýtur að hafa gerst fyrir tíma þeirra. En
þótt forsendan fyrir tilurð hvortveggi sé skörun við beygingu hvor
tveggja er alls ekki ljóst hver hvatinn að þessu hefur getað verið.
Hvortveggi hefur, a.m.k. í augum nútímamanna, flóknari beygingu en
hvor tveggja. Því er erfítt að skýra tilurð hvortveggi og verður ekki
gerð tilraun til þess hér.
Hins vegar verður hér reynt að svara því af hveiju hvortveggi (al-
beygt), sem var ríkjandi langt ffam eftir öldum, vék að lokum fyrir
hvor tveggja (hálfbeygt) nútímamálsins. Þar sem síðari liðurinn í
beygingu hvortveggi er allvíða -tveggja (sbr. töflu 1) hafa menn auð-
vitað getað túlkað hann sem eignarfall af tveir: tveggja, og sú túlkun
hefur svo verið tekin upp annars staðar í beygingunni. Úr verður hvor
tveggja. Þetta fomafn hefur e.t.v. þótt einfaldara að beygingu og gagn-
særra og því kannski ekki undarlegt að það hafí á endanum notið meiri
hylli en hvortveggi. Þessi umræða um tengsl hvortveggi og hvor
tveggja verður tekin upp aftur í 4.3.
Hér er einnig ástæða til að velta fyrir sér af hveiju þessi þróun tók
eins langan tíma og hún virðist hafa gert. Hvor tveggja kemur varla
við sögu með ótvíræðum hætti fyrr en um 1500 en það virðist samt
ekki hafa orðið ríkjandi fyrr en mörgum öldum síðar, sbr. 3.4.
Hugsanlegt er að tíðni tvíræðra mynda (t.d. nefnifall/þolfall hvomg-
kyn eintölu hvorttveggja, hvort tveggja) hafí skipt máli. Hér verður
rétt aðeins litið á hlutfallslega tíðni þeirra í nokkmm ritum frá ýmsum
tímum. Hún er fremur lág framan af en hækkar síðan mikið. Á 13. öld
em slíkar myndir fremur lítill hluti allra dæma. í Sturlungu er hlutfall-
ið um 18%, í Möðmvallabók 22% og Heimskringlu 26%. í Reykja-
49 I upphafi voru þau kannski tvö alveg sjálfstæð orð sem stinga mátti öðrum orð-
um á milli og jafnvel víxla röðinni á (sbr. umræðu um tveggja hvor í 2.2). Þau hafa
þá kannski ekki enn verið farin að mynda saman tvíyrt fomafn, eins og eðlilegt er að
skilgreina hvor tveggja í nútímamáli.