Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 133
Beyging hvortveggi og hvor tveggja í tímans rás 131
hólabók (16. öld) er hlutfall þeirra tæplega 45%. í Vídalínspostillu
(18. öld) eru slíkar myndir hins vegar algengar, 75% af öllum dæmun-
um.50 Astæða þessa er sú að efni fyrsttöldu ritanna býður oft upp á að
fleirtalan (og þar með myndir sem enduðu á -tveggju og -tveggjum) sé
notuð, sbr. dæmi á borð við hvorirtveggju riðu til þings og féllu marg-
ir af hvorumtveggjum.51 Auðvitað endurspegla þessar hlutfallstölur
ekki endilega tungumálið eins og það var talað á hverjum tíma; kannski
hefur nefnifall/þolfall hvorugkyn eintölu þessara fomafna (hvort-
tveggja) verið tíðasta mynd beygingardæmanna á öllum tímum, rétt
eins og í nútímamáli. Um það vitum við ekkert. En hin mikla tíðni al-
beygðra mynda í fomritum kann að hafa styrkt stöðu albeygðra mynda
í tímans rás. Fomrit vom lesin öldum saman, a.m.k. bendir útbreiðsla
handrita til þess, og ljóst er að bóklestur á þátt í að viðhalda orðmynd-
um og beygingum.52 Það má ímynda sér að mikil tíðni fleirtölumynda
í fomum ritum, sem fólk las svo eða heyrði lesin öld eftir öld, hafi
aukið „viðnám“ beygingar hvortveggi (gagnvart hinu einfalda hvor
tveggja); fram eftir öldum var raunin kannski sú að tvíræðar myndir
heyrðust hlutfallslega sjaldnar, eða sáust sjaldnar á bók, en raunin er
nú á dögum.
Hér er einnig vert að nefna fyrirbæri sem kann að hafa dregið úr
framrás hvor tveggja í síðari alda máli. Það er stirðnaði fyrri liðurinn
hvoru- en um hann verður fjallað í 4.3. Hann fór að koma í stað
beygðra fyrri liða á síðari hluta 15. aldar, sem er reyndar svipaður tími
50 Við útreikninginn var þgf.hk.et. og nf.kvk.et. sleppt þar sem þar gátu ífá fomu
fari komið fram myndir sem enduðu á öðrum lið en tveggja, sbr. 4.1 og 4.2. Þessi rit
vom valin vegna þess að í þeim em nokkuð mörg dæmi.
51 I nmgr. 45 var nefnt að í nútímamáli væri fomafnið báðir gjama notað þar sem
samkvæmt málvenju ætti að nota hvortveggi/hvor tveggja. Þessi notkun báðir er
kannski ekki ný af nálinni og það gæti e.t.v. að hluta skýrt hvers vegna svo fáar fleir-
tölumyndir hvortveggi/hvor tveggja fundust frá siðari öldum; þama hefur báðir
kannski verið notað í staðinn. En efni ritanna skýrir margt. Ljóst er að í riti eins og
Píslarsögu Jóns Magnússonar (17. öld) em ekki sérlega mörg tækifæri til að nota
hvortveggi/hvor tveggja í fleirtölu. Þama er ekki verið að ræða viðskipti tveggja fylk-
inga. í Sturlungu (13. öld) er hins vegar mikið um það.
52 Sbr. Helga Guðmundsson 1977:322-323. Um fjölda handrita og útbreiðslu, sjá
t.d. Einar Ól. Sveinsson 1953, Hast 1960. Læsi er talið hægja á áhrifsbreytingum (sbr.
t.d. McMahon 1994:73).