Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 134
132
Katrín Axelsdóttir
og þegar fomafnið hvor tveggja (hálfbeygt) fór að sjást svo að ein-
hveiju nemi í íslensku, sbr. 3.4. Stirðnaði liðurinn hvoru- og hinn
óbreytanlegi síðari liður tveggja í hvor tveggja hafa kannski ekki farið
mjög vel saman, allar myndir beygingardæmisins hafa orðið eins,
hvoru tveggja (eða hvorutveggja), og enginn greinarmimur á kyni,
falli eða tölu. Slíkt er óvenjulegt í íslenskum ákvæðisorðum þótt það
sé að vísu til.53 Þannig geta komið upp vandgreind dæmi, eins og í
(16) {Reykjahólabókl 1969:387):
(16) Þar kom og drottning Helena med sina spekinga og annat favrv-
neythe er henne fylgde. Seinazth kom þar Silvester med mikin
skara af kenne monnvm og avdrvm meistorvm er honvm fyllgde
til at hlyda aa vid rædv þeirra hvorvthvegia.
Myndin hvorutveggja vísar líklega til Helenu og hennar manna og
Silvesters og hans manna, en þama er lýst rökræðum þessara tveggja
liða. Myndin er þá í eignarfalli fleirtölu (f. hvorra tveggja (hálf-
beygt)). En einnig er hugsanlegt að hvorutveggja sé eignarfall hvomg-
kyn eintölu (f. hvors-tveggja) og vísi aðeins til Helenu og Silvesters.
Hugsanlega hefur fólk sneitt hjá dæmum á borð við þetta, þ.e.
dæmum með stirðnuðum óbreytanlegum fyrri lið og óbreytanlegum
síðari lið. Ef þama hefði verið höfð myndin hvorutveggju (f. eldra
hvorratveggju (albeygt), ef.kk.ft.) gæfi síðari liðurinn -tveggju a.m.k.
nokkra vísbendingu um að um fleirtölu væri að ræða. Þetta hefur
kannski valdið því að beyging hvortveggi lifði lengur en búast mætti
við.
4. Breytingar sem orðið hafa á beygingu hvortveggi og hvor tveggja
I 3. kafla var fjallað um hvortveggi og hvor tveggja frá fomu máli til
nútímamáls og sjónum einkum beint að hlutfallslegri tíðni hvors for-
53 Spumarfomafnið hvaða er eins í öllum föllum og kynjum og báðum tölum:
hvaða maður, livaða kona, hvaða menn, hvaða mönnum? En hvaða stendur jafnan
með nafnorði sem getur sýnt fall, kyn og tölu. Hvortveggi og hvor tveggja geta hins
vegar staðið sérstætt (og gera það reyndar oftar en ekki) og fá því ekki endilega stuðn-
ing frá nafnorði.