Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 140
138
Katrín Axelsdóttir
það er erfítt að meta vegna þess hve dæmin eru fá. Enn minni álykt-
anir er hægt að draga af dæmunum í kvenkyni. Þau eru að vísu fleiri,
en engin eru frá síðari öldum.
Það er reyndar spuming hvort rétt sé að tala um breytingu, og nýj-
ar og gamlar myndir, eins og hér hefur verið gert, enda em dæmi svo
fá að erfitt er að henda á þessu reiður. Kannski er ekki hægt að full-
yrða neitt nema þá það að hliðarmyndir hafí verið til í beygingunni.
En rétt er að benda á að elstu dæmin í töflu 8 em um hvortveggja í
kvenkyni (elstu handrit) og hvortveggju í hvorugkyni fleirtölu (Grá-
gás). Það er því eðlilegra að þessar myndir séu taldar upphaflegri en
myndin sem hér hefur verið kölluð ný, hvortveggi. Ef um var að ræða
breytingu þá var hún að líkindum eins og sýnt var í (18) en ekki öfúgt.
Þá er að líta á ástæður hinnar meintu breytingar. I kjölfar hennar
verða nefnifall kvenkyn eintala og nefnifall/þolfall hvomgkyn fleir-
tala samhljóða, hvortveggi í báðum tilvikum. Mjög víða í beygingu
lýsingarorða og fomafna er þetta einmitt raunin, sbr. góð-Q/önnur-Q
kona, góð-0/önnur-0 börn. Ef þetta tvennt er ekki eins í beygingu
fomaína em dæmi þess að það verði eins (sjá kona -> þessi kona; sbr.
þessi börn).60 Að vísu em þessir tveir staðir ekki eins í veikri lýsingar-
orðabeygingu (góða konan, góðu börnin) og hvortveggi beygðist eins
og veikt lýsingarorð, sbr. töflu 1. En þama virðist sterk beyging
lýsingarorða/beyging flestra fomaíha hafa náð að raska veiku beyging-
unni á hvortveggi.
Það kann að virðast undarlegt að beyging hvortveggi skuli hafa
breyst. Veik beyging lýsingarorða er stöðug; hún hefúr lítið breyst frá
fomu máli og ekki á þann hátt sem hér um ræðir.61 Ástæða þess að hin
sterka lýsingarorðabeyging fór að hafa áhrif á beygingu hvortveggi
kann að tengjast því að fomafnið stóð stundum með nafnorði án grein-
is, eins og sterkt beygð lýsingarorð: hvortveggi kostur, góður kostur.
En fomafnið gat vissulega einnig staðið með nafnorði með greini, eins
60 Um slíkar breytingar í beygingu eignarfomafnanna okkarr, ykkarr og yð(v)arr
og ábendingarfomafnsins sjá, sjá Katrínu Axelsdóttur 2002:127, 143 og 2003:63-64.
61 Veikt beygð lýsingarorð beygðust að fomu eins og í nútímamáli fyrir utan að
þgf.ft. endaði áður á -m sem nú er horfið: hinum góðum mönnum.