Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 141
139
Beyging hvortveggi og hvor tveggja í tímans rás
og veikt beygð lýsingarorð: hvortveggi kosturinn, góði kosturinn.62 í
þessu sambandi er ástæða til að huga að tíðni veikrar og sterkrar beyg-
ingar lýsingarorða. í nútímamáli er sterka beygingin meira en þrefalt
algengari en sú veika ef marka má íslenska orðtíðnibók (1991:1167).
Kannski hafa þessi hlutfbll ekki breyst mikið frá fomu máli. Mikil
tíðni sterkrar beygingar gæti því skýrt að hvortveggi varð íyrir áhrif-
um þaðan. Forsendan var sú að hvortveggi gat haft sömu stöðu og
sterkt beygð lýsingarorð, þ.e. það gat staðið með greinislausum naín-
orðum.
En sterk beyging lýsingarorða/beyging fomaíha er ekki eina hugsan-
lega íyrirmyndin. Hér að framan var vitnað í Noreen og Krause um að
hvortveggi hefði að hluta getað beygst eins og lýsingarorð í miðstigi,
spakari maður, spakarí kona, o.s.frv. Hugsanlegt er að áhrifin séu
þaðan. Nf.kvk.et. og nf./þf.hk.ft. enduðu á -i eins og nýja myndin
hvortveggi (dóttirin, rökin): spakarí kona, spakarí börn. Beyging
hvortveggi var reyndar mun líkari beygingu miðstigs en sterkri lýsingar-
orðabeygingu (hvortveggi maðurinn, spakari maðurinn, hvorn-
tveggja manninn, spakara manninn, hvorttveggja barnið, spakara
barnið).63 Það sem mælir á móti því að miðstigsbeygingin hafi haft
áhrif er að hún hefur varla verið mjög algeng. í nútímamáli er miðstig
sjaldgæfasta stigið, með 6,4% hlut skv. íslenskri orðtíðnibók
(1991:1167). Hlutur frumstigs er hins vegar 85,9%.
En hvort sem áhrifín má rekja til sterkrar beygingar lýsingarorða
eða miðstigsbeygingarinnar er þeirri spumingu ósvarað af hverju
áhrifanna gætti ekki miklu víðar í beygingunni en raun ber vitni. Það
hefði mátt búast við myndum eins og *hvorirtvegg-ir (leikarnir) og
*hvorartveggj-ar (herbúðirnar) fyrir áhrif sterkrar lýsingarorðabeyg-
62 Ekki verður samt séð á þeim fáu dæmum hér um gamlar og nýjar myndir í
nf.kvk.et. og nf./þf.hk.ft. að hinar nýju myndir séu notaðar í annars konar stöðu en þær
gömlu. í flestum tilvikum standa fomöfnin reyndar sérstætt, þ.e. án nafnorðs næst á
undan eða eftir.
63 Ef áhrifin vom úr þessari átt verður kannski að gera ráð fyrir að skil stofns og
beygingarendingar í nýju myndinni hvortveggi (dóttirin, rökin) hafi verið hvortvegg-i
en ekki hvortveggi-0; í miðstigsbeygingunni er í'-ið beygingarending en ekki hluti af
stofni, spakar-i (kona), spakar-i (börn).