Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 144
142
Katrín Axelsdóttir
kom þó snemma upp önnur mynd, hvorutveggju. Hér verður talið að
um breytingu hafi verið að ræða, breytingu 2. í orða- og handbókum
er aðeins nefnd gamla myndin, hvoru-tveggja (sbr. töflur 1 og 2), rétt
eins og þágufallsmyndin hvorutveggju sé ekki til (og hafi aldrei verið
það).68
Erfitt er segja til um hvort breytingin varð í beygingu beggja for-
nafnanna, hvortveggi og hvor tveggja, eða aðeins í beygingu hvortveggi
(albeygt). Hér verður þó gert ráð fyrir fyrri möguleikanum:69
(19)a. Margir voru í hvorutveggja liði (albeygt) ... í hvoru-
tveggju liði.
b. Margir voru í hvoru tveggja liði (hálfbeygt) -> ... í hvoru-
tveggju liði.
í töjlu 9 má sjá myndir þágufalls hvorugkyns eintölu í þeim ritum sem
hér eru til athugunar, nýjar myndir eru feitletraðar.
Þótt dæmin séu ekki mörg, ekki nema 20 alls, lítur út fyrir að tíðni
hvorutveggju hafi með tímanum aukist á kostnað hvoru-tveggja.
Hvorutveggju kemur reyndar snemma upp, þegar á 13. öld, en virðist
sjaldgæfari mynd en hvoru-tveggja fram um 1500. Eftir það eru mun
fleiri dæmi um hvorutveggju en hvoru-tveggja. Eins og með breytingu
1 er óvíst að breyting 2 hafi nokkum tíma náð að renna sitt skeið á
enda. Hugsanlega er þetta breyting sem náði sér á strik en gekk svo
jafnvel að einhverju leyti til baka. En myndin hvorutveggju tíðkast
enn í nútímamáli, sbr. dæmin í (20), þótt dæmi um hvoru tveggja séu
líklega algengari:
68 Sjá þó um Rask í 5. kafla hér á eftir.
69 Kannski má telja ósennilegt að orðmynd úr beygingu hvor tveggja (hálfbeygt)
hafi hörfað á þennan hátt. Ef menn skilja hvor tveggja sem tvö orð og hið síðara sem
eignarfallsmynd má kannski segja að breyting á þeim stað í þeirri beygingu sé ekki
líkleg. Á hinn bóginn er hið hálfbeygða hvor tveggja nánast einrátt í nútímamáli.
Þágufallsmyndin hvorutveggju kemur stundum fyrir í nútímamáli og því e.t.v. eðli-
legra að telja hana tilheyra beygingu hvor tveggja fremur en beygingu hvortveggi
(albeygt). En auðvitað má ekki útiloka þann möguleika að myndin hvorutveggju til-
heyri beygingu hvortveggi.
70 Fyrri liðurinn hér er óvenjulegur, hvor- en ekki hvoru-.
71 Fyrri liðurinn hér er óvenjulegur, hvor- en ekki hvoru-.