Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Qupperneq 149
Beyging hvortveggi og hvor tveggja í tímans rás 147
Tíu dæmi um stirðnaða liðinn hvoru- er að fmna í fomaldarsögum
í handritum eftir 1500. Um er að ræða þrjú handrit, öll reyndar rituð
löngu eftir 1500, hið elsta frá miðri 17. öld.77 Svipað er að segja um
dæmin níu í riddarasögum, handritum eftir 1500. Handritin sem dæm-
in em í em frá 17. öld.
Reykjahólabók, frá byrjun 16. aldar, markar því í raun upphaf
breytingar 5. Hér em elstu ömggu dæmin um stirðnaða liðinn hvoru-
og þau em svo mörg, 22 alls, að óhugsandi er að þau séu ritvillur.
Dæmi um beygðan fyrri lið em þó fleiri, eða 32, en hlutfall stirðnaðs
fyrri liðar er samt býsna hátt, eða rúm 40%.
Þótt ritin sem hér hafa verið skoðuð bendi til þess að breytingar 3
verði fyrst vart í byrjun 16. aldar em skv. orðabókum Fritzner (II
1891:117) og Sveinbjamar Egilssonar (1860:419) til þrjú eldri dæmi
sem sýna breytinguna. Eitt er í Maríu sögu, hvorutveggju í stað hvorir-
tveggju (Mariu saga II 1871:988). Handritið, Holm perg 1 4to, er talið
ffá 1450-1500. Á mynd af handritinu er orðið mjög greinilegt. Annað
dæmi er í 16. vísu Bersöglisvísna (Den norsk-islandske skjaldedigt-
ning A.\ 1912:256) í Flateyjarbók sem er frá 1387-1395. Þarermynd-
in hvorutveggju (þgf.kvk.et.) í stað hvorritveggju. En við þetta er það
að athuga að dæmið er á stað í handritinu (190r) sem er yngra innskot,
frá 1475-1500.78 Þriðja dæmið er úr Gísla sögu, myndin hvorutveggju
(þgf.kvk.et.). Óvíst er á hvaða handriti útgáfan byggist sem Svein-
bjöm Egilsson vitnar til, en það gæti verið ungt.79 Eitt þessara dæma
er því vart marktækt sökum ónógra upplýsinga, hin tvö era í handrit-
um ffá svipuðum tíma, síðari hluta 15. aldar. Það er ekki svo ýkja
langt ffá því sem hér hefúr verið talinn upphafstíminn, upphaf 16. ald-
ar.
I ritum yngri en Reykjahólabók í töflu 10 er hlutfall stirðnaðs lið-
ar og beygðs liðar með ýmsu móti, stundum er stirðnaði liðurinn
77 Þetta em AM 285 4to (frá miðri 17. öld), Rask 32 (1750-1800) og Holm papp
30 4to (1650-1700).
78 í öðru handriti, AM 325 XI 3 4to frá 1350-1400, er á þessum stað gömul
mynd, hvorritveggju.
79 í AM 556 a 4to, sem er talið frá 1475-1500, er eðlileg mynd, hvorritveggju
(Gisla saga Súrssonar 1929:4). Það var því ekki þetta handrit sem notast var við.