Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 152
150
Katrín Axelsdóttir
hafí verið skilið sem tvö orð. Þannig hafa myndir eins og hvorir-
tveggju e.t.v. áður verið túlkaðar sem tvö orð, hvorir tveggju (húskarl-
ar), sbr. vorir nýju (húskarlar), og beygðar samkvæmt því. Síðar hafa
þær verið túlkaðar sem eitt orð. Þá hefur komið upp tilhneiging til að
sleppa fyrri beygingarendingunni og til verður stirðnaður fyrri liður. I
þessu sambandi má minna á að tvínefni renna stundum saman þannig
að aðeins síðara nafiiið er beygt: til Jón Páls, til Geir Jóns. Þá er eins
og þessi tvínefhi séu túlkuð sem eitt samsett nafn eins og Sigurpáll og
Guðjón.
í rauninni skiptir litlu hvort hvortveggi er skilgreint sem eitt orð
eða tvö. Ef fyrri kosturinn er valinn er um að ræða hvarf innri beyg-
ingar en samkvæmt hinum síðari hafa tvö orð runnið saman í eitt. Svo
má ekki gleyma því að hið hálfbeygða fomafn hvor tveggja gat einnig
fengið stirðnaðan fyrri lið. Þar er varla hægt að tala um tilhneigingu til
að losna við innri beygingu. Eðlilegra er að líta á hvor tveggja sem tvö
orð en eitt, enda beygjast þau ekki saman.83 Þegar fyrri liðurinn, eða
orðið öllu heldur, stirðnar í þessu fomafni hlýtur samt að vera eðli-
legra að túlka hvor tveggja sem eitt orð og rita það þá samkvæmt því:
hvorutveggja leikarnir. Þama má því segja að orð hins tvíyrta fomafhs
hafi mnnið saman.
Hér hefur verið rætt um ástæður þess að stirðnaður liður kom
upp. En einnig er vert að huga að því af hverju þessi liður var hvoru-
en ekki eitthvað annað. Fyrri liðurinn hvoru- var á einum stað í
beygingunni (þgf.hk.et. hvoru-tveggja) og hefur hugsanlega breiðst
þaðan út. Ef þágufall hvomgkyn eintölu væri algengt væri slík
útbreiðsla skiljanleg. En þágufall hvomgkyn eintölu virðist ekki tiltak-
anlega algengt í beygingu hvortveggi og hvor tveggja. Dæmi í þágu-
falli hvorugkyni eintölu eru rúmlega fimmtíu af þeim rúmlega
þúsund dæmum sem hér em til athugunar, eða um 5%.84 Frekar
83 Þessi orð mynda samt saman eitt fomafn með ákveðna merkingu ‘hvor af
tveimur, báðir’. Þegar þau standa saman sem þetta fomafh, hvor tveggja, er ekki hægt
að stinga öðm orði á milli þeirra og ekki er hægt að vixla röð þeirra, a.m.k. ekki í nú-
tímamáli. Hugsanlega var það einhvem tíma hægt, sbr. umræðu um tveggja hvor í 2.2.
84 í ritunum sem liggja íslenskri orðtíðnibók (1991:1185) til grundvallar er heildar-
fjöldi mynda óákveðinna fomafna 10.821. Myndir þgf.hk.et. em þar 1.097 eða um