Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Side 153
Beyging hvortveggi og hvor tveggja í tímans rás 151
hefði mátt búast við að fyrri liðurinn hvor- næði útbreiðslu, en hann
er miklu algengari liður í beygingunni. Um stirðnaða liðinn hvor-
eru raunar dæmi þótt hann sé miklu sjaldgæfari en stirðnað hvoru-,
sjá 4.4 hér á eftir.
Astæða þess að stirðnaði liðurinn varð hvoru- þarf þó ekki ein-
göngu að hafa verið beygingarlegs eðlis. Hugsanlegt er að tengihljóð
hafí komið upp á mörkum orðliða sums staðar í beygingunni til að
auðvelda framburð, t.d. í myndum eins og hvortveggi > hvorutveggi,
hvort-tveggja > hvorutveggja, og liðurinn hvoru- breiðst þaðan út.85
En hljóðafar síðari liðarins -tveggju (og -tveggjum) kann að hafa haft
áhrif á að ofvöxtur hljóp í fyrri liðinn hvoru-. Albeygðar myndir, og
þar með síðari liðurinn -tveggju, voru í fullu fjöri þegar stirðnaði lið-
urinn hvoru- kom íyrst upp. Af dæmunum í töflu 10 eru 64 dæmi um
stirðnaða liðinn hvoru- á undan liðunum -tveggju og -tveggjum. Dæmi
um hvoru- á undan liðum sem hafa ekki að geyma u (-tveggja, -tveggi)
eru miklu færri, eða 29. Við hinu gagnstæða væri þó að búast því að
heldur fleiri dæmi eru um síðari liðina -tveggja og -tveggi en liðina
-tveggju og -tveggjum,86 Þetta kann að benda til þess að hljóðafar síð-
ari liðar hafí hafit einhver áhrif. Fyrri liðurinn hefur þá farið að draga
dám af seinni liðnum og endað á u eins og hann.87
10%. Fjölda dæma um einstakar myndir í beygingu hvortveggi í einstöku riti má t.d.
sjá hér í töflu 7, Möðruvallabók.
85 Bandstafir í íslensku eru -a-, -u- og -s-. Orðmyndun með bandstaf virðist
stundum hafa þann tilgang að auðvelda framburð og sneiða hjá samhljóðaklösum:
rusl-a-fata, sipp-u-band. Um bandstafssamsetningar, sjá Guðrúnu Kvaran 2005:154.
86 Ef tekin eru öll þau dæmi sem liggja þessari rannsókn til grundvallar þá eru
dæmi um -tveggju/-tveggjum 495 en dæmi um -tveggja/-tveggi 561. í sumum ritanna,
einkum þeim eldri, eru fyrmefndu liðimir algengari en þegar allt er talið saman em
þeir sjaldgæfari.
87 Þetta minnir þá kannski dálítið á orð eins og hókus pókus (líkl. afbökun úr lat.
hoc est corpus, sbr. Ásgeir Blöndal Magnússon 1989:358) og e. helter-skelter þar sem
hljómrænir þættir leika hlutverk. Einnig má í þessu sambandi nefna að stundum er
sagt á fjóru og hálfu ári í stað á fjórum og hálfu ári. Myndin verður fjóru til sam-
ræmis við hálfu. Þessu skylt er kannski það þegar mánadagur varð mánudagur til
samræmis við sunnudagur (sbr. Noreen 1923:120). Slíkar breytingar verða gjama í
orðarunum, s.s. daga-, tölu- og mánaðaheitum, og orðum af svipuðu merkingarsviði
(sbr. t.d. McMahon 1994:75).