Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 154
152
Katrín Axelsdóttir
Ef þessi tilgáta um hljóðafar stenst má búast við að í upphafi hafi
hvoru- nær eingöngu komið fram á undan -tveggju/-tveggjum en síð-
ar hafi liðurinn komið fram í öðru umhverfi. í töflu 11 eru yngri ritin
í töflu 10, þ.e. ffá 16. til 19. aldar (ífá Reykjahólabók til sagna Jóns
Thoroddsen), reiknuð saman eftir öldum. Þama sést prósentuhlutfall
stirðnaða liðarins hvoru- á undan -tveggjuZ-tveggjum annars vegar og
-tveggja/-tveggi hins vegar. Rauntölur em í svigum.
Tafla 11: Hlutfall stirðnaðs hvoru- í nokkmm ritum frá 16. til 19. ald-
ar með tilliti til þess sem á eftir fer
Á undan -tveggju/-tveggjum Á undan -tveggja/-tveggi
16. öld 67,5% (27) 32,5% (13)
17. öld 83,5% (5) 16,5% (1)
18. öld 55,5% (10) 44,5% (8)
19. öld 50% (4) 50% (4)
í töflu 11 sést að algengara er að hvoru- komi ffam á undan -tveggju/
-tveggjum á 16. og 17. öld en á undan -tveggja/-tveggi. Á 18. og 19.
öld er meira jafhvægi. Þetta bendir til þess, þótt rauntölur séu lágar, að
hvoru- hafí fyrst átt sér kjörlendi á undan -tveggjuZ-tveggjum og síðan
fært út kvíamar.88 Reyndar er hugsanlegt að þessi mikla tíðni hvoru-
88 í töjlu 11 var sjónum beint að fyrri liðnum, hvoru-, og skoðað hvað kæmi á
eftir. Ef verið væri að skoða rit þar sem engin dæmi væru um síðari liðina -tveggju og
-tveggjum þá yrði hlutfall stirðnaðs liðar á undan -tveggiZ-tveggja 100%. Því er rétt að
líta einnig á dreifmguna ffá sjónarhóli síðari liða og spyrja hversu algengt hvoru- er
framan við -tveggju/-tveggjum annars vegar og -tveggja/-tveggi hins vegar. í töflu ii
getur að líta rauntölumar úr töflu 11 sem hlutfall af heildarfjölda þessara tveggja flokka
síðari liða.
Tafla ii: Hlutfall stirðnaðs hvoru- af heildarfjölda dæma um -tveggjuZ-tveggjum
og -tveggja/-tveggi í nokkrum ritum ffá 16. til 19. aldar
hvoru- sem hlutfall dæma hvoru- sem hlutfall dæma
um -tveggjuZ-tveggjum um -tveggja/-tveggi
16. öld 27/43 63% 13/72 18%
17. öld 5/5 100% 1/10 10%
18. öld 10/14 71,5% 8/49 16,5%
19. öld 4/4 100% 4/22 18%