Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 155
Beyging hvortveggi og hvor tveggja í tímans rás 153
á undan -tveggju/-tveggjum eigi sér aðra skýringu en þá að hljóðafar
síðari liðar hafi haft áhrif. Hún er sú að hvoru- á undan -tveggja (báð-
ir liðir óbreytanlegir) veitti engar upplýsingar um kyn, tölu eða fall
(sbr. t.d. dæmið í (16) í 3.8 hér að framan) og þess vegna hafi e.t.v.
frekar verið sneitt hjá því. Hvoru- á undan -tveggjuZ-tveggjum gat falið
í sér meiri málfræðilegar upplýsingar.
Nú hafa verið reifaðar þrjár hugsanlegar ástæður þess að stirðnaði
liðurinn var hvoru-, ein er beygingarlegs eðlis en hinar tvær snerta
hljóðafar. Rétt er að taka fram að það sem hér hefur verið tínt til þarf
ekki að útiloka hvað annað; hugsanlega lagðist margt á eitt.
En stirðnaði liðurinn hvoru- er ekki einskorðaður við íslensku því
að hann virðist einnig hafa komið upp í norsku. Slíkar myndir koma
fyrir í norskum fombréfum þegar á 14. öld.89 Þau em því mun eldri en
elstu áreiðanlegu dæmin í íslensku sem vom frá síðari hluta 15. aldar.
Hugsanlega kom stirðnaður liður upp í íslensku fyrir norsk áhrif þótt
auðvitað geti hér verið um að ræða hliðstæða en óháða þróun.90
Hér á undan kom lfam að stirðnaði liðurinn hvoru- hefði bæði getað
komið fyrir í beygingu hvortveggi (albeygt) og hvor tveggja (hálfbeygt).
Reyndar er miklu algengara að hann komi fyrir í beygingu hvortveggi,
sem er kannski ekki að undra þar sem sú beyging var svo lengi ríkjandi.
Af 93 dæmum sem fúndust um stirðnaða liðinn hvoru- em 64 ömgglega
úr beygingu hvortveggi, 5 ömgglega úr beygingu hvor tveggja, 23 dæmi
em tvíræð, þ.e. geta verið úr hvorri beygingunni sem er, og eitt er óljóst.
Hér má sjá að á 16. öld eru 43 dæmi um síðari liðina -tveggju og -tveggjum. í 27 þeirra
er um að ræða stirðnaða fyrri liðinn hvoru-. Hlutfallið er hátt, 63%, og það hækkar
næstu aldir. Um liðina -tveggja og -tveggi eru mun fleiri dæmi á 16. öld, 72 alls, en
aðeins 13 þeirra eru dæmi um fyrri liðinn hvoru-. Hlutfallið er fremur lágt, eða 18%,
°g næstu aldir helst þetta hlutfall svipað.
89 Sex dæmi fundust frá 14. öld við tölvuleit í norska fombréfasafninu. Þau em
af ólíkum stöðum í beygingunni: nf.kvk.et. (2 dæmi), þf.kvk.et., þgf.kvk.et., nf.hk.et.,
þf.hk.et. og (líklega) ef.kk.ft. (sjá http://www.dokpro.uio.no/dipl_norv/diplom_felt.
html, 1. bindi, bréf nr. 306, 2. bindi, bréf nr. 63 og 96, 4. bindi, bréf nr. 90, og 21.
bindi, bréf nr. 36).
90 Um hugsanleg norsk áhrif á íslenskar málbreytingar, sjá Kjartan G. Ottósson
1992:151, Kjartan Ottosson 2003 og Katrínu Axelsdóttur 2003:69-71 og rit sem þar
er vitnað til.