Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Blaðsíða 157
155
Beyging hvortveggi og hvor tveggja í tímans rás
I 4.3. var ijallað um stirðnaða liðinn hvoru-. Hann er þó, eins og
komið hefur fram, ekki eini slíki liðurinn. Svo virðist sem liðurinn
hvor- hafi einnig getað stirðnað, þótt í minna mæli sé. í Heimskringlu
(13. öld) eru á sex stöðum í lesbrigðasafni við megintexta útgáfunnar
sem stuðst var við (sjá viðauka) dæmi um stirðnaða liðinn hvor-. Alls
eru dæmin níu, flest um hvor-tveggja fyrir hvorn-tveggja (þf.kk.et.).
Þetta bendir kannski til þess að fyrr hafi farið að kveða að stirðnaða
liðnum hvor- en stirðnaða liðnum hvoru-. En handritageymd Heims-
kringlu er flókin, og þessi dæmi um hvor- kunna að vera mun yngri en
frumgerð ritsins.
I riddarasögum, handritum fyrir 1500, eru fjögur dæmi um stirðn-
aða liðinn hvor-, handritin eru öll frá síðari hluta 15. aldar. í fomald-
arsögum og riddarasögum, handritum eftir 1500, em sjö dæmi og öll
eru þau í sama handritinu, AM 152 fol (frá um 1500-1525). í Reykja-
hólabók em þrjú dæmi um þennan stirðnaða lið.92 Þrjú dæmi em svo
í Vídalínspostillu, öll um hvortveggju í stað hvorirtveggju (nf.kk.ft.).
Bjöm K. Þórólfsson (1925:106) nefhir dæmi um óbeygjanlega fyrri
liðinn hvor- í kveðskap Hallgríms Péturssonar.93 Þessi stirðnaði liður
þekktist einnig í norsku. Flom (1923:179) gefur tvö ömgg dæmi úr
Konungsskuggsjá: hvortveggja (f. hvors-tveggja) og hvortveggja (f.
hvora-tveggja).94 Við tölvuleit í norska fombréfasafhinu (Diplomatar-
ium Norvegicum) fundust tvö dæmi, bæði frá 14. öld.95
Þessi dæmi um stirðnaða liðinn hvor- em því fremur fá og einhver
þeirra gætu átt rætur í pennaglöpum; ir í hvorirtveggju var t.d. oft
bundið í handritum og ef bandið var óskýrt má hugsa sér að afritarar
hafí slysast til að rita hvortveggju. Því er hins vegar ekki að neita að
grundvöllur var fyrir því að stirðnaði liðurinn yrði hvor-, ekki síst á
siðustu öldum. Þá em fomöfnin helst notuð í hvomgkyni eintölu, og
92 p.
Einmg er eitt dæmi um fyrri liðinn hvors- á óvæntum stað, í þolfalli hvorug-
kyni eintölu (Reykjahólabók I 1969:155), en það er vafalaust ritvilla.
Armi hvortveggjum: leggjum: seggjum: dreggjum: veggjum.
94 Önnur dæmi sem Flom (1923:179-180) nefnir um stirðnaðan fyrri lið þarf ekki
endilega að túlka þannig.
Sjá http://www.dokpro.uio.no/dipl_norv/diplom_felt.html, 1. bindi, bréf nr.
3N, og 7. bindi, bréf nr. 89.