Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 175
Nokkrar athuganir á hlutföllum orðflokka í stuðlasetningu 173
(3) Hljóðs bið ek allar
ýta kindir
væri með öllu óhugsandi í fomum kveðskap þar sem stuðullinn í
frumlínunni lendir á fomafni, allar, á eftir nafnorði, Hljóðs, sem er í
fyrra risinu og ber ekki stuðul. Jón tiltekur því næst nokkur dæmi um
það þegar þessi regla er brotin í kveðskap frá 19. öld. Fyrra dæmið
sem hér er tilgreint er eftir Bjama Thorarensen:
(4) norðljósa brúskur
bylgjar á hjálmi.
I frumlínu þessa braglínupars em tvö nafnorð og stuðullinn er á seinna
orðinu, brúskur. í síðlínunni er það sagnorð í fyrra risinu sem ber höf-
uðstafínn, bylgjar, en í seinna risinu er nafnorð, hjálmi. Samkvæmt
reglunni sem tilfærð er eftir Jóni í (1) hér að framan var þetta óleyfi-
legt í fomum kveðskap.
Einnig sýnir Jón nokkur dæmi eftir Sveinbjöm Egilsson, m.a.
þetta:
(5) En sjúkleik má
manngi forðast.
I frumlínunni er stuðullinn á sögn í persónuhætti, má, sem er í seinna
risi á eftir nafnorði í fyrra risinu, sjúkleik, sem ber ekki stuðul.
Skýringuna á þessu telur Jón vera þá að seinni tíma skáld hafí tap-
að einhverju af því næmi sem skáld fortíðarinnar höfðu til að bera. Þar
sem hann ræðir um „fjaðurmagn stuðlanna“ á hann væntanlega við
það þegar saman fer setningarlegur styrkur orðs og ljóðstafur. Þó
verður að viðurkennast að brageyrað, a.m.k. eins og það er nú, á erfitt
með að skynja þetta „fjaðurmagn“, eða hvað á að kalla þetta fyrirbæri.
Hagorður maður sem hlustar á kvæði eða vísu í dag gerir engan grein-
armun á því hvort ljóðstafur kemur fyrir í sögn í persónuhætti eða
nafnorði. Til að skoða þetta lítum við á vel þekkta vísu eftir Steingrím
Eyfjörð. Þó svo að Jón sé að fjalla um fomyrðislag er ekkert sem
bendir til annars en að það sama eigi líka við um aðra bragarhætti.
Vísa Steingríms er ort undir ferskeyttum hætti: