Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 176
174 Ragnar Ingi Aðalsteinsson
(6) íhaldsrófan glennir gin,
Gunnlaugur sullum bullum.
í honum bófar eiga vin
alltaf drullufullum.
Fyrsta lína hefst á nafnorði sem nær yfir báða fyrstu bragliðina,
íhaldsrófan. Þá kemur sögn í persónuhætti, glennir, og þar er fyrri
stuðullinn. Seinni stuðullinn er að vísu á nafhorði, gin, en samkvæmt
því sem Jón heldur fram á þó svona stuðlun að vera með öllu óásætt-
anleg. í þriðju línu keyrir þó um þverbak þegar fyrri stuðullinn er á
forsetningu, í, og sá seinni á sögn í persónuhætti, eiga. Sögnin stend-
ur næst á eftir nafnorðinu bófar og á eftir því kemur annað nafnorð,
vin. En þrátt fyrir þessa stuðlasetningu er það samt svo að sá sem hér
skrifar sér ekkert athugavert við þessa vísu, finnst hún meira að segja
ljómandi vel gerð, og telur hann sig þó hafa tiltölulega óbrjálað
brageyra.
Ymsir fræðimenn hafa fjallað um þessa reglu sem Jón Helgason
(1959) nefnir í grein sinni. Bæði Eduard Sievers (1893) og Andreas
Heusler (1956) hafa sett fram hugmyndir um sfyrk orða í tengslum við
stuðlasetningu og flokkað þau í samræmi við það. Heusler hefur sett
fram eftirfarandi kenningu (Heusler 1956:105; sjá einnig Kristján
Ámason 2000:77):
(7) Nafnorð, lýsingarorð, sagnir í fallháttum og staðaratviksorð eru
setningarlega sterkust og því hæfust til að bera ljóðstafi en aðrir
flokkar em veikari.
Skilgreining Heuslers er fengin með því að skoða á hvaða orðum ljóð-
stafimir lenda. Þau orð sem draga til sín ljóðstafi umfram önnur orð
em samkvæmt því skilgreind sterkari.
í reglum sem Sievers setti fram um röð orða og stuðlasetningu í
fomum kveðskap (e. rule of precedence) segir hann m.a. (Sievers
1893:§22—29; sjá einnig Minkovu 2003:26):
(8) Útilokað er að sögn í persónuhætti beri stuðul ef nafnorð, sem
stendur framar í línunni, ber ekki stuðul.